Karlmaður á Austurlandi var 9. janúar dæmdur í skilorðsbundið fangelsi eftir að hafa játað að hafa ógnað lífi, heilsu og velferð fyrrverandi sambýliskonu sinnar, „endurtekið og á alvarlegan hátt“, eins og það var orðað í ákæru. Játningin varð til refsilækkunar og hlaut hann níu mánaða fangelsi, en fullnustu refsingar var frestað og fellur niður að tveimur árum liðnum haldi hann skilorð.
Hótaði að svipta sig lífi
Maðurinn viðurkenndi meðal annars að hafa haldið konunni nauðugri frá hádegi og fram að kvöldmatarleyti mánudaginn 6. mars 2023.
Á meðan hann hélt konunni nauðugri tók hann af henni tölvu og farsíma, hótaði að svipta sig lífi og varnaði henni útgöngu með ógnandi framkomu og ofbeldi. Tók hann konuna meðal annars hálstaki aftan frá og þrýsti að hálsi hennar þannig að hún gat ekki andað. Hann vafði síðan myndavélasnúru um hönd sér og hótaði að ganga lengra en nokkru sinni fyrr. Eftir að konan …
Athugasemdir