Fríhöfnin ehf., dótturfyrirtæki opinbera hlutafélagsins Isavia, er á meðal þeirra fyrirtækja sem mynda Markaðsráð Keflavíkurflugvallar. Fyrirtækið átti því aðild að kostun gerðar og birtingar auglýsingar fyrir Keflavíkurflugvöll fyrir Áramótaskaup RÚV, sem er eitt af dýrustu auglýsingaplássum á Íslandi ár hvert. Fulltrúi fyrirtækisins hefur áður fullyrt að ekkert opinbert fé hafi farið í auglýsinguna.
Veltutengd fjármögnun
Í svari við fyrirspurnum Heimildarinnar hefur komið fram að markaðsráðið, sem stóð að baki auglýsingakaupunum, sé fjármagnað af rekstraraðilum á flugvellinum. Auk Fríhafnarinnar má þar meðal annars nefna 10-11, Epal, Elko og aðrar þekktar íslenskar verslanir en líka erlendu fyrirtækin Lagardère og SSP sem sérhæfa sig í rekstri flugvallarþjónustu. Hvert þessara fyrirtækja greiðir til markaðsráðsins í samræmi við veltu.
Engin leið er að nálgast upplýsingar um veltu meginþorra fyrirtækja af starfsemi á Keflavíkurflugvelli. Innlendu fyrirtækin reka öll verslanir og þjónustu utan flugvallarins og er reksturinn í …
Athugasemdir