Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vopnahlé á Gaza samþykkt - Fyrsti fasi hefst á sunnudag

Sam­komu­lag um vopna­hlé milli Ísra­els og Ham­as tek­ur gildi á sunnu­dag, að því gefnu að Ísra­els­stjórn sam­þykki samn­ing­inn. At­kvæða­greiðsla um hann fer fram á morg­un, fimmtu­dag, en reikn­að er með að hann verði sam­þykkt­ur. Vopna­hlé­ið er skipu­lagt í þrem­ur fös­um.

Vopnahlé á Gaza samþykkt - Fyrsti fasi hefst á sunnudag
Palestínsk fjölskylda í Deir Al-Balah á Gazaströndinni fagnar fregnum af vopnahléinu. Mynd: MAJDI FATHI / NurPhoto via AFP

Nýsamþykkt vopnahlé milli Ísraels og Hamas markar tímamót í því að binda enda á 15 mánaða átök á Gaza-svæðinu. Samkomulagið, sem á að taka gildi sunnudaginn 19. janúar, miðar að því að stöðva átökin og koma á ferli sem stuðlar að friði og uppbyggingu á svæðinu.

Ísraelsstjórn þarf að samþykkja samning um vopnahlé til þess að hann taki gildi. Atkvæðagreiðsla um hann fer fram á morgun en búist er við því að samningurinn verði samþykktur. 

Vopnahléið varð að veruleika í kjölfar umfangsmikilla samningaviðræðna með milligöngu Katar, Egyptalands og Bandaríkjanna. Mikilvægur árangur náðist eftir 96 tíma viðræður í Doha, þar sem málsaðilar sammæltust um skilmálana

Vopnahléið er skipulagt í þremur fösum. Fyrsti fasi, sem gert er ráð fyrir að standi yfir í 42 daga, felur í sér að átökin verða stöðvuð tímabundið. Samkvæmt samkomulaginu mun Hamas sleppa 33 gíslum, þar á meðal konum, börnum og körlum eldri en 50 ára. Í staðinn mun Ísrael sleppa palestínskum föngum; þrjátíu þeirra fyir hvern ísraelskan gísl.  Þá mun Ísrael heimila mannúðaraðstoð inn á Gaza, auðvelda heimkomu flóttafólks og hefja skipulega brotthvarf herliðs frá svæðinu.

Annar fasi vopnahlésins felur í sér viðræður um varanlegt vopnahlé. Sömuleiðis að Hamas muni sleppa þeim karlkyns gíslum sem eftir eru, bæði óbreyttum borgurum og hermönnum, í skiptum fyrir fleiri palestínska fanga.

Í þriðja fasanum verður hafist verður handa við að endurbyggja innviði Gaza og styðja við efnahagslega uppbyggingu. Í honum felst sömuleiðis að líkamsleifar látinna ísraelskra gísla verði afhentar.

Þrátt fyrir jákvæðar væntingar alþjóðasamfélagsins er velgengni vopnahlésins háð því að allir aðilar standi við skilmálana og taki þátt í viðræðum sem miði að varanlegum friði á svæðinu.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, fagnaði því á Facebook að vopnahléið væri í höfn. Hún benti þó á að þetta væri aðeins fyrsta skrefið á langri leið framundan í átt að friði og stöðugleika á svæðinu.




Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
1
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Vilja einfalda lífið
3
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
5
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár