Ótöldu atkvæðin: Brynjar og Aðalsteinn hefðu getað náð inn

Ef Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefði feng­ið fjór­um at­kvæð­um fleiri en Við­reisn í Suð­vest­ur­kjör­dæmi tækju Brynj­ar Ní­els­son hjá Sjálf­stæð­is­flokki og Að­al­steinn Leifs­son í Við­reisn sæti á þingi í stað Jóns Pét­urs Zimsen og Gríms Gríms­son­ar. Á ann­an tug utan­kjör­fund­ar­at­kvæða voru ekki tal­in í kjör­dæm­inu.

Ótöldu atkvæðin: Brynjar og Aðalsteinn hefðu getað náð inn

Á bilinu 12 til 15 utankjörfundaatkvæði voru ekki talin í alþingiskosningunum í nóvember. Atkvæðin höfðu borist á bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar daginn fyrir kosningarnar en ekki verið skilað inn til talningar. Þau voru því ekki talin með öðrum atkvæðum sem greidd voru í Suðvesturkjördæmi. 

Morgunblaðið greinir frá þessu. 

Mjög lítill munur var á fylgi einstakra flokka í kjördæminu þegar búið var að telja upp úr kjörkössunum. Hin ótöldu atkvæði hefðu því getað haft áhrif á hvernig uppbótarþingsætum var úthlutað. 

Brynjar og Aðalsteinn inni en Grímur og Jón Pétur úti

Enn er ekki ljóst hvernig týndu atkvæðin dreifast á flokka en mjög margar mismunandi sviðsmyndir mætti reikna út giski menn á það hvernig þau féllu. Á vefsvæði landskjörstjórnar má reikna út hvaða áhrif breyttur atkvæðafjöldi hefði á útdeilingu þingsæta, bæði kjördæmakjörinna fulltrúa og jöfnunarmanna.

Þar má sjá að svo lítið sem fjögur atkvæði greidd Sjálfstæðisflokki í Suðvesturkjördæmi gætu haft áhrif á úthlutun …

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (10)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GRR
    Gísli Ragnar Ragnarsson skrifaði
    Það er umhugsunarefni að svo virðist sem við Íslendingar séum ekki fær um framkvæmd kosninga til Alþingis skammlaust.
    1
  • Kristján Sveinbjörnsson skrifaði
    Samkvæmt óstaðfestum upplýsingum voru atkvæðin 25 sem döguðu uppi í Kópavogi. Þá döguðu önnur 17 utankjörfundaratkvæði uppi hjá yfirkjörstjórn SV kjördæmis. Þá eru ótalin 89 ágreinings-atkvæði í sama kjördæmi sem ekki er búið að úrskurða um en það gera alþingismenn sjálfir eftir að þing kemur saman. Þá liggur fyrir krafa um endurtalningu en engin ákvæði eru í kosningalögum um endurtalningu svo geðþóttaákvörðun ræður hvort talið er aftur eða ekki.
    0
  • Steinþór Grímsson skrifaði
    Þetta er eins og þar áður. Og núna eins og áður voru kosningalög brotin. Og ef maður miðar við ákvörðun Hæstaréttar til kosningar til stjórnlagaþings 2010 þá voru miklu fleiri brot núna og síðast, sambærileg við þau sem voru ákvörðuð ógild 2010.
    1
    • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
      Úrlausn um hvort ógilda skuli kosningar fer ekki eftir fjölda meintra brota á kosningalögum heldur hvort ágallar hafi verið til þess fallnir að hafa áhrif á úrslit kosninganna. Með öðrum orðum er alveg sama hversu margir ágallar eru, ef þeir eru ekki til þess fallnir að hafa áhrif á niðurstöðurnar leiðir það ekki til ógildingar kosninga. Aftur á móti getur einn ágalli dugað til ógildingar ef hann er til þess fallinn að hafa áhrif á niðurstöðurnar.
      0
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Hvað er í gangi? Er Trump að stjórna kosningum hér á landi? Af hverju liggja utankjörfundaratkvæði í umslagi í Kópavogi? Er svona á fleiri stöðum? Ég hefði haldið í fávisku minni að utankjörfundaratkvæði færi í þar til gerðar kassa sem svo væri innsiglaður á staðnum. Þurfa Íslendingar hjálp og eftirlit frá Evrópu til að halda kosningar sem eru kórréttar?
    0
    • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
      Klúður við meðferð utankjörfundaratkvæða er reyndar meðal helstu atriða sem Trump hefur gagnrýnt við kosningar vesthanhafs. Hann bar ekki ábyrgð á framkvæmd þeirra.
      0
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Væri fróðlegt að vita hvers vegna þessi atkvæði voru send í pósti á bæjarskrifstofu Kópavogs eða hver sendi þau þangað.
    0
    • Anna Óskarsdóttir skrifaði
      Það segir sig sjálft. Þetta eru utanjörstaðaratkvæði sem eðlilega berast með pósti. og getur hver sem kaus utankjörstaðar tékkað á því hvort hann hafi verið skráður kjósandi
      1
    • Steinþór Primel Einarsson skrifaði
      Atkvæði greidd í Marseille, vandlega tekið fram að ætti að senda á Bæjarskrifstofurnar í Kópavogi sem og var gert í góðri trú um að það væri fullkomlega öruggt, en því miður Kópavogur klikkaði..............
      3
    • Kristján Sveinbjörnsson skrifaði
      Athyglisvert er að skýringar Kópavogsbæjar eru á skjön við lýsingu Landskjörstjórnar á málsatvikum samanber greinargerð. Pósturinn er sagður hafa sent ábendingu til Landskjörstjórnar eftir að hafa fengið í hendurnar frá Bæjarskrifstofum Kópavogs 25 atkvæðaseðla á mánudegi eftir kosningar.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár