Ótöldu atkvæðin: Brynjar og Aðalsteinn hefðu getað náð inn

Ef Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefði feng­ið fjór­um at­kvæð­um fleiri en Við­reisn í Suð­vest­ur­kjör­dæmi tækju Brynj­ar Ní­els­son hjá Sjálf­stæð­is­flokki og Að­al­steinn Leifs­son í Við­reisn sæti á þingi í stað Jóns Pét­urs Zimsen og Gríms Gríms­son­ar. Á ann­an tug utan­kjör­fund­ar­at­kvæða voru ekki tal­in í kjör­dæm­inu.

Ótöldu atkvæðin: Brynjar og Aðalsteinn hefðu getað náð inn

Á bilinu 12 til 15 utankjörfundaatkvæði voru ekki talin í alþingiskosningunum í nóvember. Atkvæðin höfðu borist á bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar daginn fyrir kosningarnar en ekki verið skilað inn til talningar. Þau voru því ekki talin með öðrum atkvæðum sem greidd voru í Suðvesturkjördæmi. 

Morgunblaðið greinir frá þessu. 

Mjög lítill munur var á fylgi einstakra flokka í kjördæminu þegar búið var að telja upp úr kjörkössunum. Hin ótöldu atkvæði hefðu því getað haft áhrif á hvernig uppbótarþingsætum var úthlutað. 

Brynjar og Aðalsteinn inni en Grímur og Jón Pétur úti

Enn er ekki ljóst hvernig týndu atkvæðin dreifast á flokka en mjög margar mismunandi sviðsmyndir mætti reikna út giski menn á það hvernig þau féllu. Á vefsvæði landskjörstjórnar má reikna út hvaða áhrif breyttur atkvæðafjöldi hefði á útdeilingu þingsæta, bæði kjördæmakjörinna fulltrúa og jöfnunarmanna.

Þar má sjá að svo lítið sem fjögur atkvæði greidd Sjálfstæðisflokki í Suðvesturkjördæmi gætu haft áhrif á úthlutun …

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (11)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GRR
    Gísli Ragnar Ragnarsson skrifaði
    Það er umhugsunarefni að svo virðist sem við Íslendingar séum ekki fær um framkvæmd kosninga til Alþingis skammlaust.
    0
  • Kristján Sveinbjörnsson skrifaði
    Samkvæmt óstaðfestum upplýsingum voru atkvæðin 25 sem döguðu uppi í Kópavogi. Þá döguðu önnur 17 utankjörfundaratkvæði uppi hjá yfirkjörstjórn SV kjördæmis. Þá eru ótalin 89 ágreinings-atkvæði í sama kjördæmi sem ekki er búið að úrskurða um en það gera alþingismenn sjálfir eftir að þing kemur saman. Þá liggur fyrir krafa um endurtalningu en engin ákvæði eru í kosningalögum um endurtalningu svo geðþóttaákvörðun ræður hvort talið er aftur eða ekki.
    0
  • Kristján Sveinbjörnsson skrifaði
    Samkvæmt óstaðfestum upplýsingum voru atkvæðin 25 sem döguðu uppi í Kópavogi. Þá döguðu önnur 17 utankjörfundaratkvæði uppi hjá yfirkjörstjórn SV kjördæmis. Þá eru ótalin 89 ágreinings-atkvæði í sama kjördæmi sem ekki er búið að úrskurða um en það gera alþingismenn sjálfir eftir að þing kemur saman. Þá liggur fyrir krafa um endurtalningu en engin ákvæði eru í kosningalögum um endurtalningu svo geðþóttaákvörðun ræður hvort talið er aftur eða ekki.
    0
  • Kristján Sveinbjörnsson skrifaði
    Samkvæmt óstaðfestum upplýsingum voru atkvæðin 25 sem döguðu uppi í Kópavogi. Þá döguðu önnur 17 utankjörfundaratkvæði uppi hjá yfirkjörstjórn SV kjördæmis. Þá eru ótalin 89 ágreinings-atkvæði í sama kjördæmi sem ekki er búið að úrskurða um en það gera alþingismenn sjálfir eftir að þing kemur saman. Þá liggur fyrir krafa um endurtalningu en engin ákvæði eru í kosningalögum um endurtalningu svo geðþóttaákvörðun ræður hvort talið er aftur eða ekki.
    0
  • Steinþór Grímsson skrifaði
    Þetta er eins og þar áður. Og núna eins og áður voru kosningalög brotin. Og ef maður miðar við ákvörðun Hæstaréttar til kosningar til stjórnlagaþings 2010 þá voru miklu fleiri brot núna og síðast, sambærileg við þau sem voru ákvörðuð ógild 2010.
    1
    • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
      Úrlausn um hvort ógilda skuli kosningar fer ekki eftir fjölda meintra brota á kosningalögum heldur hvort ágallar hafi verið til þess fallnir að hafa áhrif á úrslit kosninganna. Með öðrum orðum er alveg sama hversu margir ágallar eru, ef þeir eru ekki til þess fallnir að hafa áhrif á niðurstöðurnar leiðir það ekki til ógildingar kosninga. Aftur á móti getur einn ágalli dugað til ógildingar ef hann er til þess fallinn að hafa áhrif á niðurstöðurnar.
      0
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Hvað er í gangi? Er Trump að stjórna kosningum hér á landi? Af hverju liggja utankjörfundaratkvæði í umslagi í Kópavogi? Er svona á fleiri stöðum? Ég hefði haldið í fávisku minni að utankjörfundaratkvæði færi í þar til gerðar kassa sem svo væri innsiglaður á staðnum. Þurfa Íslendingar hjálp og eftirlit frá Evrópu til að halda kosningar sem eru kórréttar?
    1
    • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
      Klúður við meðferð utankjörfundaratkvæða er reyndar meðal helstu atriða sem Trump hefur gagnrýnt við kosningar vesthanhafs. Hann bar ekki ábyrgð á framkvæmd þeirra.
      0
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Væri fróðlegt að vita hvers vegna þessi atkvæði voru send í pósti á bæjarskrifstofu Kópavogs eða hver sendi þau þangað.
    0
    • Anna Óskarsdóttir skrifaði
      Það segir sig sjálft. Þetta eru utanjörstaðaratkvæði sem eðlilega berast með pósti. og getur hver sem kaus utankjörstaðar tékkað á því hvort hann hafi verið skráður kjósandi
      0
    • Garðyrkja ehf. skrifaði
      Atkvæði greidd í Marseille, vandlega tekið fram að ætti að senda á Bæjarskrifstofurnar í Kópavogi sem og var gert í góðri trú um að það væri fullkomlega öruggt, en því miður Kópavogur klikkaði..............
      2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
1
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
6
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár