Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

ISNIC-boltinn var hjá Áslaugu Örnu

Rík­ið ákvað að nýta ekki for­kaups­rétt sinn á ISNIC með­an mála­flokk­ur fjar­skipta heyrði und­ir ráðu­neyti Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur.

ISNIC-boltinn var hjá Áslaugu Örnu
ISNIC Áslaug Arna fór með málaflokk íslenska landshöfuðslénsins þegar tilkynningar bárust um viðskipti með hlut í ISNIC. Ríkið ákvað að falla frá forkaupsrétti sínum á fyrirtækinu. Mynd: Golli

Þegar ríkið kaus að nýta ekki forkaupsrétt sinn vegna viðskipta með meirihluta í félaginu Internet á Íslandi hf. (ISNIC) heyrði málaflokkur fjarskipta undir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir stýrði. 

Heimildin sagði frá því á vefnum í gær að ríkið hefði kosið að nýta ekki forkaupsrétt sinn og tilkynnt um þá ákvörðun í desember, en samkomulag um kaup á 73 prósenta hlut í ISNIC komst á í september. Fyrst heyrðist opinberlega af viðskiptunum á miðvikudaginn.

Með forsetaúrskurði um skiptingu málaflokka eftir að ný stjórn tók við færðust fjarskiptamál til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, sem er nú í höndum Eyjólfs Ármannssonar. 

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JG
    Jóhannes Gíslason skrifaði
    Þetta er það sama og er að gerast í raforkusölumálum. Enda rafmagnsverð á hraðri uppleið.
    1
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    Sterk taugin á milli þeirra sem telja sig "eiga" og viðhorfs þessarar konu og Sjalla yfir höfuð.
    2
  • MSB
    Margrét S. Björnsdóttir skrifaði
    Þetta mál allt saman er reginhneyksli sem ríkisstjórn XD og XB árið 2003 ber ábyrgð á og Háskóli Íslands spilaði með.
    Heimildin:"ISNIC var einu sinni alfarið í eigu hins opinbera, en það breyttist í einkavæðingarbylgjunni sem gekk yfir Ísland í kringum aldamót. Árið 2003 seldu Háskóli Íslands og aðrir opinberir aðilar 93 prósent hlut í félaginu til Íslandssíma hf., sem síðar varð þekkt sem Vodafone. Síðan gekk félagið kaupum og sölum en þrír einstaklingar hafa átt meirihluta félagsins í meira en áratug."
    4
    • Jón Ragnar Björnsson skrifaði
      Er Internet á Íslandi ekki klárlega grunninnviður?
      3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri
5
Viðtal

Eini Ís­lend­ing­ur­inn til að hlaupa mara­þon með tvö ígrædd líf­færi

Kári Guð­munds­son fékk grætt í sig nýra og bris fyr­ir átta ár­um. Hann er eini Ís­lend­ing­ur­inn sem hef­ur feng­ið tvö líf­færi og náð að hlaupa heilt og hálf mara­þon eft­ir líf­færaígræðsl­una og það oft­ar en einu sinni. Kári hafði í raun mjög lít­ið hreyft sig í gegn­um ár­in en nú hleyp­ur hann og lyft­ir til að fá auk­ið út­hald og styrk og seg­ist aldrei hafa ver­ið í betra formi, það sýni all­ar mæl­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Það er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir kulnun
6
Viðtal

Það er eitt­hvað í sam­fé­lag­inu sem ýt­ir und­ir kuln­un

Streita er vax­andi vandi í nú­tíma­sam­fé­lagi og ekki óal­gengt að fólk fari í kuln­un. Dr. Ólaf­ur Þór Æv­ars­son er sjálf­stætt starf­andi geð­lækn­ir og stofn­andi Streitu­skól­ans sem er hluti af heild­stæðri vel­ferð­ar­þjón­ustu Heilsu­vernd­ar. Hann seg­ir að for­varn­ir og fræðsla séu mik­il­væg­ir þætt­ir til að fólk verði bet­ur með­vit­að um eig­in heilsu og geti tek­ið ábyrgð og sporn­að við streitu en hún get­ur haft víð­tæk áhrif á fólk bæði lík­am­lega og and­lega.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár