Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

ISNIC-boltinn var hjá Áslaugu Örnu

Rík­ið ákvað að nýta ekki for­kaups­rétt sinn á ISNIC með­an mála­flokk­ur fjar­skipta heyrði und­ir ráðu­neyti Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur.

ISNIC-boltinn var hjá Áslaugu Örnu
ISNIC Áslaug Arna fór með málaflokk íslenska landshöfuðslénsins þegar tilkynningar bárust um viðskipti með hlut í ISNIC. Ríkið ákvað að falla frá forkaupsrétti sínum á fyrirtækinu. Mynd: Golli

Þegar ríkið kaus að nýta ekki forkaupsrétt sinn vegna viðskipta með meirihluta í félaginu Internet á Íslandi hf. (ISNIC) heyrði málaflokkur fjarskipta undir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir stýrði. 

Heimildin sagði frá því á vefnum í gær að ríkið hefði kosið að nýta ekki forkaupsrétt sinn og tilkynnt um þá ákvörðun í desember, en samkomulag um kaup á 73 prósenta hlut í ISNIC komst á í september. Fyrst heyrðist opinberlega af viðskiptunum á miðvikudaginn.

Með forsetaúrskurði um skiptingu málaflokka eftir að ný stjórn tók við færðust fjarskiptamál til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, sem er nú í höndum Eyjólfs Ármannssonar. 

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JG
    Jóhannes Gíslason skrifaði
    Þetta er það sama og er að gerast í raforkusölumálum. Enda rafmagnsverð á hraðri uppleið.
    1
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    Sterk taugin á milli þeirra sem telja sig "eiga" og viðhorfs þessarar konu og Sjalla yfir höfuð.
    2
  • MSB
    Margrét S. Björnsdóttir skrifaði
    Þetta mál allt saman er reginhneyksli sem ríkisstjórn XD og XB árið 2003 ber ábyrgð á og Háskóli Íslands spilaði með.
    Heimildin:"ISNIC var einu sinni alfarið í eigu hins opinbera, en það breyttist í einkavæðingarbylgjunni sem gekk yfir Ísland í kringum aldamót. Árið 2003 seldu Háskóli Íslands og aðrir opinberir aðilar 93 prósent hlut í félaginu til Íslandssíma hf., sem síðar varð þekkt sem Vodafone. Síðan gekk félagið kaupum og sölum en þrír einstaklingar hafa átt meirihluta félagsins í meira en áratug."
    4
    • Jón Ragnar Björnsson skrifaði
      Er Internet á Íslandi ekki klárlega grunninnviður?
      3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár