Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

ISNIC-boltinn var hjá Áslaugu Örnu

Rík­ið ákvað að nýta ekki for­kaups­rétt sinn á ISNIC með­an mála­flokk­ur fjar­skipta heyrði und­ir ráðu­neyti Áslaug­ar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur.

ISNIC-boltinn var hjá Áslaugu Örnu
ISNIC Áslaug Arna fór með málaflokk íslenska landshöfuðslénsins þegar tilkynningar bárust um viðskipti með hlut í ISNIC. Ríkið ákvað að falla frá forkaupsrétti sínum á fyrirtækinu. Mynd: Golli

Þegar ríkið kaus að nýta ekki forkaupsrétt sinn vegna viðskipta með meirihluta í félaginu Internet á Íslandi hf. (ISNIC) heyrði málaflokkur fjarskipta undir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir stýrði. 

Heimildin sagði frá því á vefnum í gær að ríkið hefði kosið að nýta ekki forkaupsrétt sinn og tilkynnt um þá ákvörðun í desember, en samkomulag um kaup á 73 prósenta hlut í ISNIC komst á í september. Fyrst heyrðist opinberlega af viðskiptunum á miðvikudaginn.

Með forsetaúrskurði um skiptingu málaflokka eftir að ný stjórn tók við færðust fjarskiptamál til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, sem er nú í höndum Eyjólfs Ármannssonar. 

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JG
    Jóhannes Gíslason skrifaði
    Þetta er það sama og er að gerast í raforkusölumálum. Enda rafmagnsverð á hraðri uppleið.
    1
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    Sterk taugin á milli þeirra sem telja sig "eiga" og viðhorfs þessarar konu og Sjalla yfir höfuð.
    2
  • MSB
    Margrét S. Björnsdóttir skrifaði
    Þetta mál allt saman er reginhneyksli sem ríkisstjórn XD og XB árið 2003 ber ábyrgð á og Háskóli Íslands spilaði með.
    Heimildin:"ISNIC var einu sinni alfarið í eigu hins opinbera, en það breyttist í einkavæðingarbylgjunni sem gekk yfir Ísland í kringum aldamót. Árið 2003 seldu Háskóli Íslands og aðrir opinberir aðilar 93 prósent hlut í félaginu til Íslandssíma hf., sem síðar varð þekkt sem Vodafone. Síðan gekk félagið kaupum og sölum en þrír einstaklingar hafa átt meirihluta félagsins í meira en áratug."
    4
    • Jón Ragnar Björnsson skrifaði
      Er Internet á Íslandi ekki klárlega grunninnviður?
      3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stefnuræða forsætisráðherra: „Hvar annars staðar en á Íslandi gæti þetta gerst?“
5
Fréttir

Stefnuræða for­sæt­is­ráð­herra: „Hvar ann­ars stað­ar en á Ís­landi gæti þetta gerst?“

Kristrún Frosta­dótt­ir jós sam­starfs­kon­ur sín­ar lofi í stefnuræðu for­sæt­is­ráð­herra og sagði að burt­séð frá póli­tísk­um skoð­un­um mætt­um við öll vera stolt af Ingu Sæ­land. Hún minnt­ist einnig Ólaf­ar Töru Harð­ar­dótt­ur sem var jarð­sung­in í dag og hét því að bæta rétt­ar­kerf­ið fyr­ir brota­þola of­beld­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár