Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Draugar, lifandi og dánir

„Kött­ur á heitu blikk­þaki eft­ir Tenn­essee Williams er klass­ík af betri gerð­inni og birt­ist nú á Litla sviði Borg­ar­leik­húss­ins í glæ­nýrri þýð­ingu Jóns St. Kristjáns­son­ar und­ir leik­stjórn Þor­leifs Arn­ar Arn­ars­son­ar,“ skrif­ar leik­hús­gagn­rýn­and­inn Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir sem rýn­ir í verk­ið og seg­ir það bestu leik­sýn­ingu árs­ins til þessa.

Draugar, lifandi og dánir
Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Hilmir Snær Guðnason Leikhópurinn framkvæmir leikhúsgaldur sem er samtímis sjúklega fyndinn og sjúklega sorglegur, að sögn leikhúsgagnrýnanda Heimildarinnar.
Leikhús

Kött­ur á heitu blikk­þaki

Höfundur Tennessee Williams
Leikstjórn Þorleifur Örn Arnarsson
Leikarar Leikarar: Ásthildur Úa Sigurðardóttir, Halldór Gylfason, Hákon Jóhannesson, Heiðdís C. Hlynsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Sigurður Ingvarsson Leikmynd og búningar: Erna Mist Lýsing: Gunnar Hildimar Halldórsson Hljóðmynd: Ísidór Jökull Bjarnason Þýðing: Jón St. Kristjánsson
Borgarleikhúsið
Gefðu umsögn

Ungur maður liggur í rúmi á ættaróðalinu, staðsett á plantekru föður síns. Fyrrum eigendur landareignarinnar, „piparsveinar“ sem deildu sama herbergi, eru löngu látnir en ungi maðurinn virðist staðráðinn í að fylgja þeim yfir móðuna miklu með því að drekka sig í hel.

Fortíðardraugar dvelja á ættaróðalinu ásamt fjölskyldunni sem er samankomin til að halda upp á stórafmæli fjölskylduföðurins, fortíðardraugar sem bera með sér eftirsjá, ókláruð samtöl og lygar.  Fyrsti þátturinn er nánast fullkominn hvað varðar innihald og form þar sem Brick og eiginkonan hans Maggie þræta, aðallega er það Maggie sem talar. Í öðrum þætti skiptir höfundurinn um takt þegar feðgarnir, Brick og Stóri pabbi, takast á en heldur sig við sömu stefin. Í þriðja þætti mætast allar persónur í lokauppgjöri. Hér er notast við breyttan þriðja þátt, endurskrifaðan að beiðni Elia Kazan, sem leikstýrði upphaflegu uppsetningunni á Broadway, þar sem Stóri pabbi snýr aftur eftir að hafa yfirgefið samtal …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár