Carbfix, fyrirtæki Orkuveitunnar sem fargar kolefnum með því að dæla þeim ofan í jörðina, stefnir að mun meiri niðurdælingu á koldíoxíði í Hafnarfirði en íbúum hefur verið sagt frá. Fyrirtækið stefnir að niðurdælingu í gegnum verkefni sem hefur fengið nafnið Coda Terminal í útjaðri bæjarins. Carbfix hefur gert viljayfirlýsingu við fyrirtæki sem hefur hlotið dóm fyrir glæpi gegn mannkyni um að taka við og dæla niður í íslenska jörð meira en tveimur milljónum tonna af CO2. Fyrirtækið neitar því að það ætli að dæla meira niður, en áréttar að ef áhugi væri á slíku í framtíðinni, fæli það í sér nýtt verkefni sem yrði lagt fyrir í nýju umhverfismati. Í viðskiptaáætlun fyrirtækisins segir að sótt verði um auknar heimildir til niðurdælingar, í fyrsta ársfjórðungi árið 2026.
Þær áætlanir Coda Terminal sem hafa verið kynntar fyrir íbúum ganga út á að flytja inn og dæla niður þremur milljónum tonna af koldíoxíði, …
Athugasemdir (1)