Bjarni Benediktsson segir skilið við pólitík eftir að hafa leitt Sjálfstæðisflokkinn í gegnum sex kosningar. Fáir stjórnmálamenn hafa átt aðild að jafnmörgum ríkisstjórnum og enn færri að jafnmörgum sem sprungu. Af fjórum ríkisstjórnum sem hann átti aðild að, lifði aðeins ein heilt kjörtímabil.
Bjarni hefur verið einn valdamesti maður landsins um árabil og undir hans stjórn hefur hlutverk fjármálaráðherra stækkað. Jafnvel þó að hann sé óvinsælasti stjórnmálamaður landsins, samkvæmt mælingum, fullyrða samflokksmenn Bjarna að sagan muni dæma verk hans vel. En hver er arfleifð Bjarna Benediktssonar?
Stærstu verkefni Bjarna hafa fyrst og fremst hverfst um að ná tökum á utanaðkomandi aðstæðum. Samningar við kröfuhafa föllnu bankanna og afnám gjaldeyrishafta sem sett voru á við hrun sömu banka, skuldaleiðrétting samkvæmt loforðum samstarfsflokks hans, og viðbrögð við Covid-19 faraldrinum.
Fjármálaráðherra en ekki forsætis
Bjarni komst fyrst til valda árið 2013 þegar hann varð fjármálaráðherra í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þá formanns Framsóknarflokksins. …
Athugasemdir