Fjögur ár frá árásinni á Bandaríkjaþing

Eft­ir að Don­ald Trump tap­aði í for­seta­kosn­ing­un­um í Banda­ríkj­un­um í árs­lok 2020 hélt hann því ít­rek­að fram að svindl hafi leitt til þess að hann tap­aði. Á fundi með stuðn­ings­mönn­um sín­um þann 6. janú­ar 2021 sagði hann: „Við mun­um aldrei gef­ast upp.“ Skömmu síð­ar réð­ust stuðn­ings­menn hans inn í banda­ríska þing­hús­ið. Seinna í þess­um mán­uði tek­ur Trump aft­ur við embætti sem for­seti Banda­ríkj­anna.

Fjögur ár frá árásinni á Bandaríkjaþing

Fjögur ár eru síðan stuðningsmenn Donalds Trumps, þá fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðust á þinghúsið í Washington á meðan fundur beggja deilda Bandaríkjaþings stóð yfir.

Frá því tilkynnt var að Joe Biden væri sigurvegari kosninganna og yrði þar með næsti forseti landsins, hafði Trump endurtekið sakað andstæðinga sína um kosningasvindl og sagt að sigrínum hafi verið rænt af sér. Þegar stuðningsmenn hans réðust inn í þinghúsið var það eitt af markmiðunum að koma í veg fyrir að þingið staðfesti atkvæði kjörmannaráðsins úr þá nýafstöðnum forsetakosningum.

Þessi árás átti sér stað 6. janúar 2021. Í dag, 6. janúar 2025, stendur til að þingið staðfesti atkvæði kjörmannaráðsins úr nýafstöðnum kosningum, en þar stóð Trump uppi sem sigurvegari. Hann verður formlega vígður í embætti þann 20. þessa mánaðar. 

Trump var ákærður fyrir aðild sína að þessari árás, og varð þá fyrsti Bandaríkjaforsetinn til að vera ákærður fyrir þinginu tvisvar. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón M Ívarsson skrifaði
    Og þennan endemis drullusokk kjósa Kanar til að stýra landinu. Illa er komið fyrir þessari vesalings þjóð.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár