Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Fjögur ár frá árásinni á Bandaríkjaþing

Eft­ir að Don­ald Trump tap­aði í for­seta­kosn­ing­un­um í Banda­ríkj­un­um í árs­lok 2020 hélt hann því ít­rek­að fram að svindl hafi leitt til þess að hann tap­aði. Á fundi með stuðn­ings­mönn­um sín­um þann 6. janú­ar 2021 sagði hann: „Við mun­um aldrei gef­ast upp.“ Skömmu síð­ar réð­ust stuðn­ings­menn hans inn í banda­ríska þing­hús­ið. Seinna í þess­um mán­uði tek­ur Trump aft­ur við embætti sem for­seti Banda­ríkj­anna.

Fjögur ár frá árásinni á Bandaríkjaþing

Fjögur ár eru síðan stuðningsmenn Donalds Trumps, þá fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðust á þinghúsið í Washington á meðan fundur beggja deilda Bandaríkjaþings stóð yfir.

Frá því tilkynnt var að Joe Biden væri sigurvegari kosninganna og yrði þar með næsti forseti landsins, hafði Trump endurtekið sakað andstæðinga sína um kosningasvindl og sagt að sigrínum hafi verið rænt af sér. Þegar stuðningsmenn hans réðust inn í þinghúsið var það eitt af markmiðunum að koma í veg fyrir að þingið staðfesti atkvæði kjörmannaráðsins úr þá nýafstöðnum forsetakosningum.

Þessi árás átti sér stað 6. janúar 2021. Í dag, 6. janúar 2025, stendur til að þingið staðfesti atkvæði kjörmannaráðsins úr nýafstöðnum kosningum, en þar stóð Trump uppi sem sigurvegari. Hann verður formlega vígður í embætti þann 20. þessa mánaðar. 

Trump var ákærður fyrir aðild sína að þessari árás, og varð þá fyrsti Bandaríkjaforsetinn til að vera ákærður fyrir þinginu tvisvar. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón M Ívarsson skrifaði
    Og þennan endemis drullusokk kjósa Kanar til að stýra landinu. Illa er komið fyrir þessari vesalings þjóð.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
4
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár