Fjögur ár eru síðan stuðningsmenn Donalds Trumps, þá fráfarandi Bandaríkjaforseta, réðust á þinghúsið í Washington á meðan fundur beggja deilda Bandaríkjaþings stóð yfir.
Frá því tilkynnt var að Joe Biden væri sigurvegari kosninganna og yrði þar með næsti forseti landsins, hafði Trump endurtekið sakað andstæðinga sína um kosningasvindl og sagt að sigrínum hafi verið rænt af sér. Þegar stuðningsmenn hans réðust inn í þinghúsið var það eitt af markmiðunum að koma í veg fyrir að þingið staðfesti atkvæði kjörmannaráðsins úr þá nýafstöðnum forsetakosningum.
Þessi árás átti sér stað 6. janúar 2021. Í dag, 6. janúar 2025, stendur til að þingið staðfesti atkvæði kjörmannaráðsins úr nýafstöðnum kosningum, en þar stóð Trump uppi sem sigurvegari. Hann verður formlega vígður í embætti þann 20. þessa mánaðar.
Trump var ákærður fyrir aðild sína að þessari árás, og varð þá fyrsti Bandaríkjaforsetinn til að vera ákærður fyrir þinginu tvisvar.
Athugasemdir (1)