Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Fargjöld Strætó hækka

Strætó hef­ur boð­að gjald­skrár­breyt­ing­ar sem munu taka gildi 8. janú­ar næst­kom­andi.

Fargjöld Strætó hækka

Fargjöld í Strætó munu hækka þann 8. janúar næstkomandi. Hækkunin er 3,1 prósent á stökum fargjöldum en 3,7 prósent á tímabilskortum.

Þetta þýðir að stakt fargjald hækkar úr 650 krónum upp í 670 krónur. Þá munu 30 daga nemakort og kort fyrir ungmenni og aldraða kosta 5.600, sem er 200 krónum meira en áður. Verð á Klapp plastkortum helst óbreytt í 1.000 krónum.

„Ákvörðun um gjaldskrárbreytingu var tekin af stjórn félagsins á fundi þess 13. desember sl. og er í takt við áætlaða hækkun neysluverðsvísitölu þessa árs. Gjaldskrárbreytingarnar taka til þjónustu Strætó á höfuðborgarsvæðinu en engar breytingar verða á gjaldskrá á landsbyggðinni,“ segir í tilkynningu frá Strætó. 

Verðskrá Strætó hækkaði um 11 prósent að meðaltali í upphafi árs 2024, en stakt fargjald hækkaði þá úr 570 krónum upp í 630 krónur. Önnur verðhækkun átti sér stað 1. júlí 2024 en þá hækkaði fargjaldið upp í núverandi verð, 650 krónur.

Kjósa
-1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristín Guðnadóttir skrifaði
    Ætli borgarstjóri taki nokkurn tímann strætó? Heldur lélegt að hækka fargjöld í vinavæðingarfyrirtæki lukkuriddara, sem bruðla með fé borgarbúa út í eitt og sinna hvorki viðgerðum á vögnunum eða þjálfun starfsfólks svo heitið geti. Engin fóðrun smáfugla í þessari sviðsmynd, bara fóðrun þegar yfirfullra vasa rýtandi mannsvína.
    0
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Það fer hrollur um mann fyrir hönd allra þeirra sem eiga ekki bíl að hugsa til þess að það þarf að þrefalda vagnfjöldann þegar borgarlína kemst í framkvæmd.
    0
  • Kristjana Magnusdotir skrifaði
    EG MAN EFTIR ÞVÍ AÐ ÞAÐ VAR HÆGT AÐ FÁ ÓKEYPIS SKIPTIMIÐA HJÁ STRÆTÓ ÞEGAR MEÐ ÞURFTI OG ÞÁ VORU FLEIRI STAÐIR REKNIR AF STRÆTÓ ÞAR SEM HÆGT VAR AÐ KAUPA STRÆTÓ KORT ÞA VORU SERKORT BÆÐI FYRIR ÖRORKU ÞEGA OG ELLIBELGI LÍKA LÆGRA GJALD FYRIR ÞAU ÝNGRI EN ÞÁ VAR STRÆTÓ Á VEGUM BORGARINNAR EN Í DAG ER ALLT ÖÐRU VÍSI EFTIR AÐ REKSTURINN VAR SELDUR
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár