Almennar spurningar:
- Á þessum degi árið 49 FT fór Julius Caesar yfir Rúbikon-fljótið, sem frægt varð. En hvar er þetta fljót? Er það – í Gallíu (Frakklandi) – á Norður-Ítalíu – við Rómaborg – á Spáni – á Suður-Ítalíu?
- Hver var aðalkallinn í sjónvarpsseríunni The Apprentice í þrettán ár?
- Hver er höfundur bókarinnar Tjörnin sem kom út fyrir jólin síðustu og seldist upp?
- Bíómyndin Nosferatu er nú sýnd í kvikmyndahúsum við góðan orðstír. Leikstjórinn Eggers gerði fyrir nokkrum árum allfræga kvikmynd sem hét The Northman. Kunn íslensk söngkona lék í þeirri mynd. Hver var sú?
- Íslenskur rithöfundur skrifaði handritið að The Northman ásamt Eggers. Hver er sá?
- Hvað heitir frænka Soffíu frænku?
- Hvaða gríski guð fór um í gullvagni sem fjórir eldlegir hestar drógu?
- Hver leysti Gordíonshnútinn?
- Hvernig leysti viðkomandi Gordíonshnútinn?
- Hver er atvinnuvegaráðherra?
- Hversu margir íslenskir ráðherrar féllu af þingi í kosningunum í lok nóvember?
- Hvaða hús í Reykjavík er stundum kallað Svörtuloft?
- Alls munu klettahamrar sem kallast Svörtuloft vera á 14 stöðum á Íslandi. En hvar eru lang þekktustu Svörtuloftin?
- Hvaða Bítlalagi er áberandi oftast streymt á Spotify?
- „Massi 60 kílóa járnstykkis á Jörðinni væri aðeins 10 kíló á tunglinu þar eð aðdráttarafl tunglsins er aðeins einn sjötti af aðdráttarafli Jarðar.“ Er þetta rétt fullyrðing?
Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er söngvarinn Rod Stewart. Á seinni myndinni Margaret Thatcher stjórnmálamaður.
Svör við almennum spurningum:
1. Á Norður-Ítalíu. — 2. Trump. — 3. Rán Flygenring. — 4. Björk. — 5. Sjón. — 6. Kamilla. — 7. Sólarguðinn. Hann hét raunar Helíos. — 8. Alexander mikli. — 9. Hjó á hann með sverði. — 10. Hanna Katrín Friðriksson. — 11. Sex. — 12. Seðlabankinn. — 13. Á Snæfellsnesi. — 14. Here Comes the Sun. — 15. Nei. MASSI er alltaf jafn, en ÞYNGDIN getur breyst eftir aðdráttarafli á hverjum stað.
Athugasemdir (1)