Merkustu forsögulegu fréttir ársins: Hvenær voru samfarir okkar og Neanderdalsmanna nánastar?

Sí­fellt ber­ast nýj­ar frétt­ir af hátt­um og sögu manns­ins á for­sögu­leg­um tím­um. Ný frétt sem lýt­ur að sam­skipt­um okk­ar við frænd­fólk okk­ar Ne­and­er­dals­fólk­ið hlýt­ur að telj­ast með­al hinna merk­ustu ár­ið 2024

Merkustu forsögulegu fréttir ársins: Hvenær voru samfarir okkar og Neanderdalsmanna nánastar?
Líkamsleifar þessarar konu fundust 1950 í Zlatý Kun í Tékklandi. Í erfðamengi hennar er nærri 2 prósent runnið frá Neanderdalsmönnum. Þessi ágæta kona á ekki afkomendur á lífi en náið skyldfólk hennar er hins vegar enn á dögum, þar á meðal nærri áreiðanlega bæði ég og þú.

Á undanförnum árum hefur ekki skort fréttir af nýjum rannsóknum á forsögu og fortíð mannsins. Af fréttum ársins 2024 af þessu sviði skal nú nefnd sú merkasta, nýjasta og á sinn hátt óvæntasta.

Vísindamenn hafa nefnilega nú nýlega rakið með nákvæmum genarannsóknum hvenær sú blöndun okkar (það er að segja nútímamannsins homo sapiens) og Neanderdalsmanna átti sér stað sem olli því að í genum allra jarðarbúa — nema þeirra sem eru eingöngu af afrískum uppruna — eru 1-2 prósent okkar genamengis komin frá Neanderdalsmönnum.

Frumstæð útgáfa af okkur?!

Nokkur ár eru síðan fréttir af þessu bárust fyrst út og þá brá sumum í brún, helst þeim sem voru vön þeirri hefðbundnu mynd af Neanderdalsmönnum sem hefur verið við lýði allt frá því á 19. öld. Í henni fólst að Neanderdalsmenn hafi verið eins konar frumstæð útgáfa af okkur og það sé því einhvers konar ljóður á ráði okkar homo sapiens að við skyldum hafa átt mök við og blandast Neanderdalsmönnum.

Nú er raunar fyrir alllöngu komið í ljós að sú mynd af Neanderdalsmönnum er röng. Þeir komu fram á sjónarsviðið í Evrópu fyrir um 300 árum, afkomendur homo heidelbergensis (sem aftur var afkomandi homo erectus). Um svipað leyti eða örlitlu síðar varð homo sapiens svo til í Afríku og var líka afkomandi homo heidelbergensis.

1-2 prósent genamengis okkar frá Neanderdal

Báðar tegundirnar, homo neanderthalensisoghomo sapiens, lifðu svo ósköp svipuðu lífi í 250 þúsund ár eða þar um bil. Það var ekki fyrr en rétt í lokin á því tímabili sem homo sapiens tók svo stórt stökk fram á við á þróunarbrautinni að hann fór að skyggja vitsmunalega á frænda sinn. Orsakir þess eru í raun og veru óþekktar enn en eftir að það gerðist, þá hefur uppgangur homo sapiens eflaust átt mjög stóran þátt í að Neanderdalsmenn dóu út.

En sem sé, komið var í ljós að 1-2 prósent af genamengi okkar var runnið frá blöndun okkar við Neanderdalsmenn fyrir óralöngu. Það gerðist í Evrópu eftir að homo sapiens lagðist í ferðalög frá Afríku, sem er ástæðan fyrir því að gen frá Neanderdalsmönnum er ekki að finna í fólki sem rekur genetískan uppruna sinn eingöngu til Afríku. 

Náin kynni af þriðju gráðu — þrisvar!

Tegundirnar tvær voru svo skyldar að þær áttu eflaust ekki erfitt með að eignast afkvæmni ef viljinn var fyrir hendi. Með genarannsóknum sem eru orðnar svo háþróaðar að þær eru nánast eins og galdrar — svo stuðst sé óbeint við þriðju kennisetningu Clarkes — hafði tekist að þefa uppi að það hefði gerst þrisvar að Neanderdalsmenn og homo sapiens eignuðust afkvæmi saman.

Fyrst fyrir rúmlega 200 þúsund árum, síðan fyrir 120-105 þúsund árum og loks fyrir innan við 60 þúsund árum.

Með þessu er ekki átt við einstaklingar af ættum Neanderdalsmanna og homo sapiens hafi aðeins þrisvar sinnum haft þau mök saman að afkvæmi urðu til, heldur að hópar þessara tveggja tegunda hafi þrisvar sinnum lifað í svo nánu samneyti að þess sáust merki í genamengi tegundanna. Hversu stórir hóparnir voru og hve langan tíma þetta samneyti stóð (örfá ár eða jafnvel margar aldir) það verður með engu móti sagt til um.

Allir fyrri afkomendur blöndunar útdauðir

Nú — þetta var sem sagt sú mynd sem við höfðum fengið áður en 2024 gekk í garð en ný rannsókn sem birt var á árinu færði okkur heim sanninn um að þótt þessi fyrri mynd af samskiptum okkar og homo neanderthalensis sé í stórum dráttum rétt, þá voru það aðeins afkvæmin sem við Neanderdalsmennirnir eignuðust í þriðja og síðasta skiptið sem lifðu af og eiga enn afkomendur á henni Jörð.

Afkomendurnir sem við og Neanderdalsmennirnir eignuðumst fyrst eða fyrir meira en 200 þúsund árum, þeir lifðu ekki af til langframa þótt þeirra sjáist merki í genamengi Neanderdalsmanna.

Heldur ekki afkomendur hinna nánu kynna okkar fyrir 105 ti 120 þúsund árum. Engir afkomendur þeirra homo sapiens sem þar áttu hlut að máli eru nú á dögum.

Við erum afkomendur þriðja hópsins

Við nútímafólkið eru því aðeins afkomendur þriðja og síðasta hópsins sem átti í einhvers staðar hópsexi með Neanderdalsmönnum, ef svo léttúðlega má að orði komast. Og það er skemmra síðan en fyrri niðurstöður höfðu gefið tilefni til að ætla eða „aðeins“ 40 til 45 þúsund ár.

Sem sé bara rétt áður en Neanderdalsmennirnir dóu fremur snögglega út.

Og þá hlýtur sú óþægilega spurning að vakna hvort þessir atburðir tveir séu tengdir.

Kjósa
42
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið

Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
2
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
5
Erlent

Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

Fátt hef­ur vak­ið meiri at­hygli að und­an­förnu en yf­ir­lýs­ing­ar Don­alds Trump um Græn­land og áhuga hans á því að kom­ast þar til áhrifa, jafn­vel með hervaldi. „Make Green­land great again”, sagði for­set­inn til­von­andi í ræðu með stuðn­ings­fólki sínu. Trump er ekki fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna sem hef­ur lýst áhuga á að ná yf­ir­ráð­um á Græn­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
4
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár