Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Lögreglan mætti með látum en hafði ekki lagagrundvöll til þess að innsigla áfengisverslun

Lög­regl­an hugð­ist inn­sigla Nýju Vín­búð­ina en þurfti frá að hverfa út af of óljós­um lög­um. Eig­andi net­versl­un­ar­inn­ar vill meira sam­ráð.

Lögreglan mætti með látum en hafði ekki lagagrundvöll til þess að innsigla áfengisverslun
Verslanirnar selja áfengi í gegnum erlendar vefsíður og afhenda á Íslandi. Lagaramminn í kringum þetta er svo óljós að lögreglan þurfti frá að hverfa eftir að hafa ætlað að innsigla slíka verslun. Mynd: Shutterstock

Lögreglan hafði afskipti af netáfengissölu um jólin og hugðist innsigla í það minnsta eina netverslun vegna þess að verslunin afhenti áfengi á helgidegi.

Eigandi verslunarinnar, Sverrir Einar Eiríksson, sendi frá sér yfirlýsingu af þessum ástæðum, og sagðist lýsa yfir mikilli undrun og vonbrigðum vegna aðgerða lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, „sem beindi því til okkar að loka fyrir afhendingu víns á helgidögum. Aðgerðir lögreglunnar eru byggðar á rangri túlkun á áfengislögum og brjóta gegn réttindum okkar sem rekstraraðila í lögmætri netverslun,“ sagði enn fremur í tilkynningunni.

Mættu með látum

Lögmaður Nýju vínbúðarinnar, Sveinn Andri Sveinsson, sagði í samtali við Heimildina að lögreglan hefði mætt á öðrum í jólum á afhendingarstað verslunarinnar. Lögreglan hugðist þá stöðva alla netsölu og innsigla verslunina þar sem ólögmætt er að selja áfengi yfir helgidagana.

„Þeir komu þarna með látum, en við bentum þeim auðvitað á það væri ekki verið að selja áfengi á jóladegi, heldur afhenda netpantanir,“ útskýrir Sveinn Andri. Lögreglan hvarf frá aðgerðum sínum en beindi því engu að síður til verslunarinnar að samkvæmt lögum væri óheimilt að afhenda vín á helgidögum. Nokkuð sem Sverrir Einar er ósammála.

Óljós lagarammi

Lagagrundvöllur varðandi netsölu á áfengi er afar óljós eins og greint hefur verið frá. Verslanirnar bjóða upp á vefverslun með áfengi sem er staðsett í öðru landi, og þannig heyrir salan undir lög EES um áfengissölu.

Áfengisverslun ríkisins (ÁTVR) hefur að öðru leyti einkaleyfi á sölu og afhendingu áfengis á Íslandi. Af þessum sökum höfðaði ríkið mál fyrir þremur árum til að stöðva þessa starfsemi en því var vísað frá héraðsdómi án efnislegrar meðferðar sem varð til þess að allnokkrar verslanir spruttu upp. Nokkur tímamót urðu svo þegar Hagkaup opna sína eigin áfengisnetverslun nú í haust.

Hitamál á meðal stjórnmálamanna

Málið hefur valdið deilum í stjórnmálum einnig, en Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrverandi fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, beindi þeim tilmælum til lögreglu fyrr á árinu að fullrannsaka kærur sem beindust að netsölu áfengis. Málin voru í meðferð lögreglu í á fjórða ár, en rannsókninni lauk svo loksins í haust. Aðstoðarlögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Margrét Kristín Pálsdóttir, gagnrýndi ráðherrann harkalega vegna málsins og sagði afskipti hans ekki til fyrirmyndar í réttarríki.

Gerðu ekki athugasemdir við öll fyrirtækin

Lögreglan gerði einnig athugasemdir við starfsemi Smáríkisins, en forsvarsmaður fyrirtækisins svaraði ekki fyrirspurn Heimildarinnar þegar haft var samband við hann.

Lögreglan fór ekki í samskonar aðgerðir gegn Santé, sem einnig starfrækir vefverslun með áfengi.

Sverrir Einar segir í tilkynningu sem hann sendi á fjölmiðla að hann telji aðgerð lögreglu sýna fram á mikilvægi þess að lögregluaðgerðir sem þessar séu byggðar á traustum lagagrundvelli og fari fram í samráði við hagsmunaaðila.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Tómas Maríuson skrifaði
    28. desember 2024 11:36
    Nú, ef það snýst um það, hvenær varan var KEYPT (og ekki hvenær hún var sótt á afhendingarstað), þá er rökrétta ályktun sú að það er lögbrot að hafa sölusíðuna á neti opna á helgidögum.
    3
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Áfengisverslun Ríkisins á ein að selja áfengi, en ekki einhverjir aðilar úti í bæ !
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hvalfjörðurinn endi ekki sem „ruslahaugur alls konar tilrauna“
6
SkýringVindorka á Íslandi

Hval­fjörð­ur­inn endi ekki sem „ruslahaug­ur alls kon­ar til­rauna“

Ra­feldsneytis­verk­smiðj­ur eru sögu­lega orku­frek­ar. Þær eru líka fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar og með tengd­um mann­virkj­um á borð við bryggj­ur og virkj­an­ir yrði rask af þeim mik­ið. „Má ekki ákveða á ein­hverj­um tíma­punkti að nóg sé kom­ið?“ spyr kona í Hval­firði sem myndi sjá 60 metra há­an kyndil ra­feldsneytis­verk­smiðju á Grund­ar­tanga frá jörð­inni sinni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Vanefndir og riftanir í tveimur leikskólaverkefnum sama verktaka
4
Fréttir

Vanefnd­ir og rift­an­ir í tveim­ur leik­skóla­verk­efn­um sama verk­taka

Und­ir­verk­tak­ar sem kom­ið hafa að leik­skó­la­upp­bygg­ingu í Reykja­nes­bæ og Hvera­gerði sitja eft­ir með sárt enn­ið vegna vanefnda verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Hrafn­hóls. Ein­inga­hús­næði sem fé­lag­ið hef­ur flutt inn er­lend­is frá hef­ur bók­staf­lega ekki hald­ið vatni. Á báð­um stöð­um hef­ur samn­ingi um upp­bygg­ing­una ver­ið rift.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár