Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Lögreglan mætti með látum en hafði ekki lagagrundvöll til þess að innsigla áfengisverslun

Lög­regl­an hugð­ist inn­sigla Nýju Vín­búð­ina en þurfti frá að hverfa út af of óljós­um lög­um. Eig­andi net­versl­un­ar­inn­ar vill meira sam­ráð.

Lögreglan mætti með látum en hafði ekki lagagrundvöll til þess að innsigla áfengisverslun
Verslanirnar selja áfengi í gegnum erlendar vefsíður og afhenda á Íslandi. Lagaramminn í kringum þetta er svo óljós að lögreglan þurfti frá að hverfa eftir að hafa ætlað að innsigla slíka verslun. Mynd: Shutterstock

Lögreglan hafði afskipti af netáfengissölu um jólin og hugðist innsigla í það minnsta eina netverslun vegna þess að verslunin afhenti áfengi á helgidegi.

Eigandi verslunarinnar, Sverrir Einar Eiríksson, sendi frá sér yfirlýsingu af þessum ástæðum, og sagðist lýsa yfir mikilli undrun og vonbrigðum vegna aðgerða lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, „sem beindi því til okkar að loka fyrir afhendingu víns á helgidögum. Aðgerðir lögreglunnar eru byggðar á rangri túlkun á áfengislögum og brjóta gegn réttindum okkar sem rekstraraðila í lögmætri netverslun,“ sagði enn fremur í tilkynningunni.

Mættu með látum

Lögmaður Nýju vínbúðarinnar, Sveinn Andri Sveinsson, sagði í samtali við Heimildina að lögreglan hefði mætt á öðrum í jólum á afhendingarstað verslunarinnar. Lögreglan hugðist þá stöðva alla netsölu og innsigla verslunina þar sem ólögmætt er að selja áfengi yfir helgidagana.

„Þeir komu þarna með látum, en við bentum þeim auðvitað á það væri ekki verið að selja áfengi á jóladegi, heldur afhenda netpantanir,“ útskýrir Sveinn Andri. Lögreglan hvarf frá aðgerðum sínum en beindi því engu að síður til verslunarinnar að samkvæmt lögum væri óheimilt að afhenda vín á helgidögum. Nokkuð sem Sverrir Einar er ósammála.

Óljós lagarammi

Lagagrundvöllur varðandi netsölu á áfengi er afar óljós eins og greint hefur verið frá. Verslanirnar bjóða upp á vefverslun með áfengi sem er staðsett í öðru landi, og þannig heyrir salan undir lög EES um áfengissölu.

Áfengisverslun ríkisins (ÁTVR) hefur að öðru leyti einkaleyfi á sölu og afhendingu áfengis á Íslandi. Af þessum sökum höfðaði ríkið mál fyrir þremur árum til að stöðva þessa starfsemi en því var vísað frá héraðsdómi án efnislegrar meðferðar sem varð til þess að allnokkrar verslanir spruttu upp. Nokkur tímamót urðu svo þegar Hagkaup opna sína eigin áfengisnetverslun nú í haust.

Hitamál á meðal stjórnmálamanna

Málið hefur valdið deilum í stjórnmálum einnig, en Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrverandi fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, beindi þeim tilmælum til lögreglu fyrr á árinu að fullrannsaka kærur sem beindust að netsölu áfengis. Málin voru í meðferð lögreglu í á fjórða ár, en rannsókninni lauk svo loksins í haust. Aðstoðarlögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Margrét Kristín Pálsdóttir, gagnrýndi ráðherrann harkalega vegna málsins og sagði afskipti hans ekki til fyrirmyndar í réttarríki.

Gerðu ekki athugasemdir við öll fyrirtækin

Lögreglan gerði einnig athugasemdir við starfsemi Smáríkisins, en forsvarsmaður fyrirtækisins svaraði ekki fyrirspurn Heimildarinnar þegar haft var samband við hann.

Lögreglan fór ekki í samskonar aðgerðir gegn Santé, sem einnig starfrækir vefverslun með áfengi.

Sverrir Einar segir í tilkynningu sem hann sendi á fjölmiðla að hann telji aðgerð lögreglu sýna fram á mikilvægi þess að lögregluaðgerðir sem þessar séu byggðar á traustum lagagrundvelli og fari fram í samráði við hagsmunaaðila.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Tómas Maríuson skrifaði
    28. desember 2024 11:36
    Nú, ef það snýst um það, hvenær varan var KEYPT (og ekki hvenær hún var sótt á afhendingarstað), þá er rökrétta ályktun sú að það er lögbrot að hafa sölusíðuna á neti opna á helgidögum.
    3
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Áfengisverslun Ríkisins á ein að selja áfengi, en ekki einhverjir aðilar úti í bæ !
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár