Eldsumbrot á Reykjanesskaga einkenndu árið sem nú fer brátt að líða. Það gaus sex sinnum á árinu en alls hafa eldgosin sem kennd hafa verið við Sundhnúk verið sjö talsins. Fyrsta gosið í gígaröðinni hófst 18. desember 2023 og stóð yfir í þrjá daga. Rúmum mánuði áður hafði Grindvíkurbær verið rýmdur eftir að í ljós kom að kvikugangur myndaðist undir bænum. Ekki leið að löngu þar til það gaus aftur á því svæði.
Gosið hófst laust fyrir klukkan átta að morgni dags þann 14. janúar þegar 850 metra löng sprunga opnaðist rétt norðan við Hagafell, skammt frá Grindavík. Skömmu eftir hádegi sama dag opnaðist önnur smærri sprunga í um 50 metra fjarlægð frá bænum. Hraun úr þeirri sprungu flæddi inn í byggðina í götuna Efrahóp sem er nyrst í bænum. Þrjú hús fóru undir hraun.
Eldgos ársins stóðu yfir mislengi og kraftur gosanna var sömuleiðis mismunandi. Sum gos ollu miklu …
Athugasemdir (1)