Árið í myndum: Jarðhræringar á Reykjanesskaga

Elds­um­brot á Reykja­nesskaga voru án efa eitt stærsta frétta­mál árs­ins. Áskor­an­irn­ar sem nátt­úru­ham­far­irn­ar færðu Ís­lend­ing­um í hend­ur voru marg­ar og erf­ið­ar. Ná­kvæmt mat á um­fangi þess­ara at­burða bíð­ur seinni tíma og mörg stór og flók­in verk­efni standa frammi fyr­ir íbú­um og stjórn­völd­um á nýju ári enda þessu skeiði í jarð­sögu lands­ins ekki lok­ið.

Árið í myndum: Jarðhræringar á Reykjanesskaga
Sex gos á einu ári Jarðhræringarnar á Reykjanesskaga einkenndu árið sem fer senn að líða. Mynd: Golli

Eldsumbrot á Reykjanesskaga einkenndu árið sem nú fer brátt að líða. Það gaus sex sinnum á árinu en alls hafa eldgosin sem kennd hafa verið við Sundhnúk verið sjö talsins. Fyrsta gosið í gígaröðinni hófst 18. desember 2023 og stóð yfir í þrjá daga. Rúmum mánuði áður hafði Grindvíkurbær verið rýmdur eftir að í ljós kom að kvikugangur myndaðist undir bænum. Ekki leið að löngu þar til það gaus aftur á því svæði.

Gosið hófst laust fyrir klukkan átta að morgni dags þann 14. janúar þegar 850 metra löng sprunga opnaðist rétt norðan við Hagafell, skammt frá Grindavík. Skömmu eftir hádegi sama dag opnaðist önnur smærri sprunga í um 50 metra fjarlægð frá bænum. Hraun úr þeirri sprungu flæddi inn í byggðina í götuna Efrahóp sem er nyrst í bænum. Þrjú hús fóru undir hraun.

Eldgos ársins stóðu yfir mislengi og kraftur gosanna var sömuleiðis mismunandi. Sum gos ollu miklu …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GGJ
    Guðl. Gauti Jónsson skrifaði
    Einhver mesta snilld Heimildarinnar var aað fá GOLLA til liðs við sig. Gleðilegt ár.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Uppgjör ársins 2024

Erlendur annáll: Kosningar og ófriður lituðu árið
ErlentUppgjör ársins 2024

Er­lend­ur ann­áll: Kosn­ing­ar og ófrið­ur lit­uðu ár­ið

Pia Hans­son, for­stöðu­mað­ur Al­þjóða­mála­stofn­un­ar Há­skóla Ís­lands, seg­ir að ár­ið 2024 hafi ver­ið óvenju við­burð­ar­ríkt ár. Ár­ið ein­kennd­ist af kosn­ing­um þar sem sitj­andi vald­höf­um var refs­að og blóð­ug­um stríðs­átök­um sem stig­mögn­uð­ust á ár­inu. Pia seg­ist mið­að við það sem und­an hef­ur geng­ið í heims­mál­un­um fari hún því mið­ur ekki full bjart­sýni inn í nýja ár­ið.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár