Spennusögur Stefáns Mána um rannsóknarlögreglumanninn Hörð Grímsson skera sig að ýmsu leyti úr íslensku glæpasagnaflórunni. Stefán Máni, sem hefur nú sent frá sér tólftu söguna um þennan sérstaka lögreglumann, er óhræddari en margir við að fara út fyrir raunsæisrammann. Stefán Máni tók auðvitað u-beygju fyrir hönd íslensku glæpasagnahefðarinnar með bókinni Svartur á leik og hefur haldið áfram að troða ýmsar nýjar slóðir eftir það. Upp að ákveðnu marki bera Harðarbækurnar keim af því skandinavíska raunsæi sem einkennir stærstan hluta norrænna glæpasagna en einnig er yfir þeim harðsvíraður blær sem minnir á bandarísku krimmahefðina, og svo má ekki gleyma því að höfundurinn bætir líka yfirskilvitlegri vídd við söguheiminn. Hörður Grímsson skynjar ýmislegt sem aðrir skynja ekki og yfir hann hellast iðulega fyrirboðar þegar eitthvað illt er í aðsigi.
Spennan fljót að magnast
Í bókinni Dauðinn einn var vitni hittum við Hörð fyrir þar sem hann er kominn í ákveðna krísu. Annars …
Athugasemdir