Opnum þessar dyr. Á bak við þær komum við inn í annars konar vídd. Þið eruð að ganga inn í heim sem líkist hvorki draumum ykkar né hugmyndum. Þið eruð að koma inn í skuggavíddina.“
Skáldsagan Skuggavíddin eftir Nonu Fernández gerir að viðfangsefni sínu árin 1973–1990 þegar herstjórn réði ríkjum í heimalandi höfundar, Chile. Sagan er byggð á raunverulegum atburðum en frásögnin sjálf er næstum draumkennd og notar ímyndunarafl og myndlíkingar óspart til að mála upp mynd af þessum tíma í sögu landsins.
Saga bókarinnar ljóstrast að miklu leyti upp fyrir lesandanum í gegnum linsu upprifjunar eða ímyndunar sögumannsins. Oft liggur á milli hluta hvað sé ímyndun þess sem fyllir í eyðurnar sem liggja á milli gallharðra staðreynda. Þetta mótar flæði sögunnar talsvert en sögumaðurinn truflar framvindu hennar ítrekað til að viðurkenna að hún sé í raun að búa til eða giska á hitt og þetta.
Sögumaðurinn talar út frá …
Athugasemdir