Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
Dönsk gæði Kristian Sofus Hansen & Tommy Hyldahl hönnuðu níu og sex metra sófana sem ráðuneyti Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, starfandi Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, keypti. Mynd: Golli

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hefur síðan í sumar keypt dönsk hönnunarhúsgögn inn á skrifstofur ráðuneytisins fyrir samtals 10,2 milljónir króna. Húsgögnin voru keypt í tilefni af því að ráðuneytið flutti í Reykjastræti, í hluta þess húsnæðis sem Landsbankinn reisti fyrir höfuðstöðvar sínar, en fyrir hafði ráðuneytið haft aðsetur í tímabundnu skrifstofuhúsnæði og átti engin húsgögn.

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið er nýjasta ráðuneytið á Íslandi en það tók til starfa í febrúar árið 2022. Það var stofnað eftir alþingiskosningarnar árið 2021 þegar ráðherrum var fjölgað um einn. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var skipuð ráðherra í ráðuneytinu en áður hafði hún verið dómsmálaráðherra. 

Á skrifstofu ráðherra og í opin rými

Níu og sex metrarTveir sófar af gerðinni Jagger Dining voru keyptir fyrir ráðuneytið. Annar er níu metra langur en hinn er ekki nema sex metrar.

Kaupin voru gerð til viðbótar við önnur hefðbundin skrifstofuhúsgögn sem keypt voru í Pennanum fyrir …

Kjósa
33
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (15)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÞTÞ
    Þóroddur Tryggvi Þórhallsson skrifaði
    Mikið svakalega er þetta ljótt ! Það á að senda kvenmanninum reikningin.
    -1
  • Birgit Braun skrifaði
    Kallast það ekki snobbari?
    0
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Ætli hefði ekki verið unnt að fara hagkvæmari leið?
    Spurning hvort fráfarandi ráðherra borgi þetta ekki sjálf og hafi þessar mubblur með sér?
    1
  • ingibjorg skrifaði
    Bandormurinn.
    0
  • Elís Örn Hinz skrifaði
    ..virðist sem fólk í ráðuneytinu skilji ekki hlutverk sitt. Nýsköpun og iðnaður? Hvar er Íslensk hönnun og húsgsgnasmíði hér. Ef valið hegði verið Íslenzkt fyrir þessa upphæð hefði margt verið réttlætanlegt og gefið tækifæri til “nýsköpunar” í landinu og styrkt Íslenzka hönnuði eða nema í hönnun og Íslenzk-framleiðslu-fyrirtæki. Dæmi um stjórnmálamann í stól ráðherra sem skilur ekki hlutverk sitt né hvað hennar ráðuneyti stendur fyrir Í þess húsakynnum ætti allt að vera Íslenzkt eftir Íslenzka hönnuði sem fyrirmynd annara ráðuneyta sem gæfi “tóninn” um hugarauki hönnuða á Íslandi. Tími til breytinga og “nýsköpunar” sem í augsýn er.
    14
    • LB
      Lárus Blöndal skrifaði
      Hjartanlega sammála þér Elís Örn. Takk fyrir mjög gott og tímabært innlegg. 💥
      0
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Takmarkalaust siðleysi👿 Leggjum fráfarandi stjórnarflokka niður, eins og þeir hafa reynt að leggja niður velferðarkerfið sem byggt var upp af stjórnvöldum á seinni hluta síðustu aldar.

    Megi Sjálfstæðisflokkurinn hverfa sem allra fyrst.
    11
  • Helga Jóhannesdóttir skrifaði
    Helvítis bruðl og flottræfils háttur
    3
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Þetta stuđlar ađ lægri sköttum, eđa þannig🤪
    3
  • Júlía Hannam skrifaði
    Það hefði verið betra að velja þá íslenska hönnun.
    8
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Svona sófi passar í partístað en ekki á skrifstofu ráðherra. Hún er algjör asni þessi Áslaug Arna, gott að við erum að losna við hana úr ráðuneytinu.
    3
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Svona sófi passar í partístað en ekki á skrifstofu ráðherra. Hún er algjör asni þessi Áslaug Arna, gott að við erum að losna við hana úr ráðuneytinu.
    4
  • Thordis Gudmundsdottir skrifaði
    Þessi grein á ekki heima undir "Viðskipti" heldur "Spilling"
    15
  • Einar Skúli Hjartarson skrifaði
    Mikið er dúkkan nú hugulsöm að gera fínt fyrir arftakann. Verst ef ráðuneytið verður lagt niður.
    5
    • Guðrún Aðalsteinsdóttir skrifaði
      Þá sennilega kaupir hún þetta fyrir sjálfa sig á slikk, af ráðuneytinu sáluga
      2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
1
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
5
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár