Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Tíu meistarar

„Rit­verk Björns á þessu sviði má líta á sem til­raun til að styrkja húsa­vernd sem stend­ur mjög höll­um fæti í okk­ar sam­fé­lagi,“ skrif­ar Páll Bald­vin Bald­vins­son um bók­ina Frum­herj­ar – Tíu húsa­meist­ar­ar fædd­ir fyr­ir alda­mót­in 1900.

Tíu meistarar
Bók

Frum­herj­ar – Tíu húsa­meist­ar­ar fædd­ir fyr­ir alda­mót­in 1900

Höfundur Björn Georg Björnsson
Hið íslenska bókmenntafélag
269 blaðsíður
Gefðu umsögn

Söguleg verk um byggingararf okkar eru fátíð. Opinber umræða um húsakost og híbýli er vanþroskuð, þótt hún taki sér pláss í fjölmiðlum með það að markmiði að hylla húseignir til kaups, tigni ráðandi tísku í vali á innréttingum og húsmunum, oft í bland við smjaður dagskrárgerðar- og blaðamanna fyrir auðugu fólki sem opnar dyr sínar fyrir umfjöllun: sjá Smartland og Sindra: sjáðu mig í ríkidæmi mínu.

Bygging bókar

Björn Georg Björnsson, hönnuður og óbilandi áhugamaður um bygginga- og menningarsögu, sendir nú frá sér þriðju bók sína um húsameistara, starfsheiti sem frá 1939 umbreyttist í arkitekt. Bækur hans um Rögnvald Ólafsson og Einar Erlendsson voru fyrstu yfirlitsrit um störf þeirra og nú bætist þriðja bókin við um tíu karla sem voru starfandi á fyrri hluta síðustu aldar. Líkt og í fyrri bókum velur Björn sér fast form í stærð og umbroti: inngang í æviágripi og starfsferli, síðan skoðar hann valdar byggingar …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár