Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Voðalega gott að vera afi

Með að­stoð Google end­aði Mugg­ur Guð­munds­son með afastrákn­um Ólafi Gunn­ari Helga­syni á Bill­i­ar­dbarn­um. Til­gang­ur­inn var að sam­ein­ast í ný­legu áhuga­máli barna­barns­ins.

Voðalega gott að vera afi
Með afa „Það skiptir ekki máli hvor er að vinna, þetta snýst bara um að hafa gaman. Það er nú bara aðalatriðið,“ segir Muggur Guðmundsson. Ólafur Gunnar Helgason bendir á afa þegar blaðamaður spyr hvor sé að vinna. Mynd: Heimildin

Hann er nýbúinn að vera úti á Spáni með foreldrum sínum og þar var hann að spila svona pool þannig mér datt í hug hvort það væri ekki gaman að prófa þetta saman svo ég fór inn á Google og þá fann ég Billiardbarinn. Við ákváðum að koma hingað og fá okkur pitsu og spila smávegis saman. Þetta er bara jafnt, það skiptir ekki máli hvor er að vinna, þetta snýst bara um að hafa gaman. 

Ég á ellefu afabörn og tvö langafabörn. Hann er einn af mörgum sem maður reynir að gera eitthvað með. Það er ekki allt sem maður getur gert með þessum unglingum, það er nú 70 ára aldursmunur á okkur. Æi, ég veit ekki, það er orðið dálítið erfitt að vera unglingur í dag, það eru stærri áskoranir, en sem betur fer erum við afskaplega heppin með strákana okkar, þeir eru frekar rólegir og ekkert að vesenast. 

„Það er orðið dálítið erfitt að vera unglingur í dag“

Það er nú dálítill mikill munur á að verða pabbi og afi. Þegar þú ert pabbi ertu meira bundinn. Í hitt skiptið geturðu alltaf sett börnin aftur til mömmu og pabba þegar þau fara að gráta. En það er voðalega gott að vera afi. Yngsti er sex mánaða en elsti 43 ára. 

Sjálfur er ég 83 ára. Það eru 23 ár síðan ég hætti að vinna. Ég var búinn að vera í sama starfinu, í banka, í 43 ár og það var fínt að breyta til. Við fluttum til Hveragerðis fyrir níu árum, við erum rosalega ánægð, búum við hliðina á Náttúrulækningafélaginu og þetta er rólegt og gott. Við búum í fallegu umhverfi með fjöllin og trén og skóginn. Svo getum við alltaf farið yfir í Náttúrulækningafélagshúsið og farið í sund, tækin og mat. Þetta er lífið. Ég færi aldrei aftur til Reykjavíkur, aldrei í lífinu. Við erum alsæl.“

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Hvalfjörðurinn endi ekki sem „ruslahaugur alls konar tilrauna“
2
SkýringVindorka á Íslandi

Hval­fjörð­ur­inn endi ekki sem „ruslahaug­ur alls kon­ar til­rauna“

Ra­feldsneytis­verk­smiðj­ur eru sögu­lega orku­frek­ar. Þær eru líka fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar og með tengd­um mann­virkj­um á borð við bryggj­ur og virkj­an­ir yrði rask af þeim mik­ið. „Má ekki ákveða á ein­hverj­um tíma­punkti að nóg sé kom­ið?“ spyr kona í Hval­firði sem myndi sjá 60 metra há­an kyndil ra­feldsneytis­verk­smiðju á Grund­ar­tanga frá jörð­inni sinni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu