Voðalega gott að vera afi

Með að­stoð Google end­aði Mugg­ur Guð­munds­son með afastrákn­um Ólafi Gunn­ari Helga­syni á Bill­i­ar­dbarn­um. Til­gang­ur­inn var að sam­ein­ast í ný­legu áhuga­máli barna­barns­ins.

Voðalega gott að vera afi
Með afa „Það skiptir ekki máli hvor er að vinna, þetta snýst bara um að hafa gaman. Það er nú bara aðalatriðið,“ segir Muggur Guðmundsson. Ólafur Gunnar Helgason bendir á afa þegar blaðamaður spyr hvor sé að vinna. Mynd: Heimildin

Hann er nýbúinn að vera úti á Spáni með foreldrum sínum og þar var hann að spila svona pool þannig mér datt í hug hvort það væri ekki gaman að prófa þetta saman svo ég fór inn á Google og þá fann ég Billiardbarinn. Við ákváðum að koma hingað og fá okkur pitsu og spila smávegis saman. Þetta er bara jafnt, það skiptir ekki máli hvor er að vinna, þetta snýst bara um að hafa gaman. 

Ég á ellefu afabörn og tvö langafabörn. Hann er einn af mörgum sem maður reynir að gera eitthvað með. Það er ekki allt sem maður getur gert með þessum unglingum, það er nú 70 ára aldursmunur á okkur. Æi, ég veit ekki, það er orðið dálítið erfitt að vera unglingur í dag, það eru stærri áskoranir, en sem betur fer erum við afskaplega heppin með strákana okkar, þeir eru frekar rólegir og ekkert að vesenast. 

„Það er orðið dálítið erfitt að vera unglingur í dag“

Það er nú dálítill mikill munur á að verða pabbi og afi. Þegar þú ert pabbi ertu meira bundinn. Í hitt skiptið geturðu alltaf sett börnin aftur til mömmu og pabba þegar þau fara að gráta. En það er voðalega gott að vera afi. Yngsti er sex mánaða en elsti 43 ára. 

Sjálfur er ég 83 ára. Það eru 23 ár síðan ég hætti að vinna. Ég var búinn að vera í sama starfinu, í banka, í 43 ár og það var fínt að breyta til. Við fluttum til Hveragerðis fyrir níu árum, við erum rosalega ánægð, búum við hliðina á Náttúrulækningafélaginu og þetta er rólegt og gott. Við búum í fallegu umhverfi með fjöllin og trén og skóginn. Svo getum við alltaf farið yfir í Náttúrulækningafélagshúsið og farið í sund, tækin og mat. Þetta er lífið. Ég færi aldrei aftur til Reykjavíkur, aldrei í lífinu. Við erum alsæl.“

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Varð skugginn af sjálfri sér
4
Móðursýkiskastið#6

Varð skugg­inn af sjálfri sér

Í þess­um loka­þætti Móð­ur­sýkiskasts­ins fá­um við að heyra frá konu sem var sett á lyf sem gætu hafa haft mjög nei­kvæð áhrif á heilsu henn­ar. Lyf sem henni voru gef­in við sjúk­dómi sem svo kom í ljós að hún var ekki með. Hún gekk á milli lækna í ald­ar­fjórð­ung áð­ur en hún fékk rétta grein­ingu. Ragn­hild­ur Þrast­ar­dótt­ir hef­ur um­sjón með þáttar­öð­inni. Hall­dór Gunn­ar Páls­son hann­aði stef og hljóð­heim þátt­anna. Þátt­ur­inn í heild sinni er að­eins að­gengi­leg­ur áskrif­end­um Heim­ild­ar­inn­ar. Áskrift má nálg­ast á heim­ild­in.is/askrift.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár