Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Voðalega gott að vera afi

Með að­stoð Google end­aði Mugg­ur Guð­munds­son með afastrákn­um Ólafi Gunn­ari Helga­syni á Bill­i­ar­dbarn­um. Til­gang­ur­inn var að sam­ein­ast í ný­legu áhuga­máli barna­barns­ins.

Voðalega gott að vera afi
Með afa „Það skiptir ekki máli hvor er að vinna, þetta snýst bara um að hafa gaman. Það er nú bara aðalatriðið,“ segir Muggur Guðmundsson. Ólafur Gunnar Helgason bendir á afa þegar blaðamaður spyr hvor sé að vinna. Mynd: Heimildin

Hann er nýbúinn að vera úti á Spáni með foreldrum sínum og þar var hann að spila svona pool þannig mér datt í hug hvort það væri ekki gaman að prófa þetta saman svo ég fór inn á Google og þá fann ég Billiardbarinn. Við ákváðum að koma hingað og fá okkur pitsu og spila smávegis saman. Þetta er bara jafnt, það skiptir ekki máli hvor er að vinna, þetta snýst bara um að hafa gaman. 

Ég á ellefu afabörn og tvö langafabörn. Hann er einn af mörgum sem maður reynir að gera eitthvað með. Það er ekki allt sem maður getur gert með þessum unglingum, það er nú 70 ára aldursmunur á okkur. Æi, ég veit ekki, það er orðið dálítið erfitt að vera unglingur í dag, það eru stærri áskoranir, en sem betur fer erum við afskaplega heppin með strákana okkar, þeir eru frekar rólegir og ekkert að vesenast. 

„Það er orðið dálítið erfitt að vera unglingur í dag“

Það er nú dálítill mikill munur á að verða pabbi og afi. Þegar þú ert pabbi ertu meira bundinn. Í hitt skiptið geturðu alltaf sett börnin aftur til mömmu og pabba þegar þau fara að gráta. En það er voðalega gott að vera afi. Yngsti er sex mánaða en elsti 43 ára. 

Sjálfur er ég 83 ára. Það eru 23 ár síðan ég hætti að vinna. Ég var búinn að vera í sama starfinu, í banka, í 43 ár og það var fínt að breyta til. Við fluttum til Hveragerðis fyrir níu árum, við erum rosalega ánægð, búum við hliðina á Náttúrulækningafélaginu og þetta er rólegt og gott. Við búum í fallegu umhverfi með fjöllin og trén og skóginn. Svo getum við alltaf farið yfir í Náttúrulækningafélagshúsið og farið í sund, tækin og mat. Þetta er lífið. Ég færi aldrei aftur til Reykjavíkur, aldrei í lífinu. Við erum alsæl.“

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár