Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Félag Róberts Wessman vill reka þrjá nýja leikskóla

Lyfja­fyr­ir­tæk­ið Al­votech vill bregð­ast við leik­skóla­vanda starfs­manna sinna með því að byggja upp þrjá nýja leik­skóla á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í sam­starfi við fast­eigna­fé­lag­ið Heima. Fé­lag­ið Flóki In­vest og Heim­ar hafa und­ir­rit­að vilja­yf­ir­lýs­ingu um þessa upp­bygg­ingu.

Félag Róberts Wessman vill reka þrjá nýja leikskóla

Félag í eigu Róberts Wessman og fasteignafélagið Heimar kynna í dag að þau hafi vilja til þess að byggja upp og reka þrjá nýja leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu segir að staðsetningin verði ákveðin í „samráði við sveitarfélög og hagsmunaaðila“ en að hugsunin sé að hver leikskóli taki við 50-100 börnum.

„Markmiðið er að hefja uppbyggingu á fyrsta ársfjórðungi 2025 og að leikskólarnir verði komnir í rekstur á næstu þremur til fimm árum,“ segir í tilkynningunni, sem barst fjölmiðlum frá upplýsingafulltrúa Alvotech. 

Þar segir að fasteignafélagið Heimar, sem áður hét Reginn og er leitt af Halldóri Benjamín Þorbergssyni muni annast uppbyggingu og rekstur fasteignanna sem leikskólarnir verði reknir í, en að félag innan Azteq -samstæðunnar, Flóki Invest, muni sjá um að afla rekstrarleyfa, semja við sveitarfélög og reka leikskólana. 

Í tilkynningu segir að það hafi orðið niðurstaða Alvotech að besta leiðin til að leysa leikskólavanda starfsmanna sinna sé að stuðla …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÞTÞ
    Þóroddur Tryggvi Þórhallsson skrifaði
    Aumingjaskapur borgarstjórnar er að gefa græðgisvöldunum aðgang að almenningi til að græða á honum .
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bráðafjölskylda á vaktinni
5
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár