Félag í eigu Róberts Wessman og fasteignafélagið Heimar kynna í dag að þau hafi vilja til þess að byggja upp og reka þrjá nýja leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu segir að staðsetningin verði ákveðin í „samráði við sveitarfélög og hagsmunaaðila“ en að hugsunin sé að hver leikskóli taki við 50-100 börnum.
„Markmiðið er að hefja uppbyggingu á fyrsta ársfjórðungi 2025 og að leikskólarnir verði komnir í rekstur á næstu þremur til fimm árum,“ segir í tilkynningunni, sem barst fjölmiðlum frá upplýsingafulltrúa Alvotech.
Þar segir að fasteignafélagið Heimar, sem áður hét Reginn og er leitt af Halldóri Benjamín Þorbergssyni muni annast uppbyggingu og rekstur fasteignanna sem leikskólarnir verði reknir í, en að félag innan Azteq -samstæðunnar, Flóki Invest, muni sjá um að afla rekstrarleyfa, semja við sveitarfélög og reka leikskólana.
Í tilkynningu segir að það hafi orðið niðurstaða Alvotech að besta leiðin til að leysa leikskólavanda starfsmanna sinna sé að stuðla …
Athugasemdir