Almennar spurningar:
- Hvaða kryddtegund ræður því að karrí er svo sérkennilega gult á litinn? Er það paprika, saffran, sinnep eða túrmerik?
- Við hvað starfar Baldvin Z.?
- Hvaða rithöfundur skrifaði bókina Hundrað ára einsemd?
- En hvaða rithöfundur skrifaði bókina Friðsemd?
- Hvað heitir höfuðborg Rúmeníu?
- Í hvaða hljómsveit eru Adam Clayton bassaleikari og Larry Mullen jr. trommuleikari?
- Hvaða fótboltalið á Englandi hefur oftast orðið meistari í karlaflokki?
- En hvaða lið hefur oftast orðið meistari í kvennaflokki?
- Hvað hét hernaðarbandalagið sem Sovétríkin og leppríki þeirra í Mið- og Austur-Evrópu voru saman í þangað til kalda stríðinu lauk?
- Hver skrifaði um fólk í Ólátagarði?
- Í hvaða landi í Evrópu er héraðið Lombardia?
- Kristrún Frostadóttir er yngst flokksleiðtoganna á Alþingi. Hvaða ár fæddist hún?
- Í hvaða landi er feta-ostur upprunninn?
- Hvað er Alpha Centauri?
- Travis Kelce heitir karl einn. Hvað heitir kærastan hans?
Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er söngkonan Bríet. Á seinni myndinni er Sigurbjörn Einarsson biskup.
Svör við almennum spurningum:
1. Túrmerik. — 2. Kvikmyndaleikstjóri. — 3. Garcia Marquez. — 4. Brynja Hjálmsdóttir. — 5. Búkarest. — 6. U2. — 7. Manchester United. — 8. Arsenal. — 9. Varsjárbandalagið. — 10. Astrid Lindgren. — 11. Á Ítalíu. — 12. 1988. — 13. Grikklandi. — 14. Stjarna (sól) í nágrenni Jarðar. — 15. Taylor Swift!
Athugasemdir (2)