Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Spurningaþraut Illuga 20. desember 2024 — Hver er konan? og 16 aðrar spurningar

Hér geta les­end­ur spreytt sig á spurn­inga­þraut Ill­uga Jök­uls­son­ar sem birt­ist í tölu­blaði Heim­ild­ar­inn­ar 20. des­em­ber.

Spurningaþraut Illuga 20. desember 2024 — Hver er konan? og 16 aðrar spurningar
Fyrri mynd: Hver er konan?
Síðari mynd:Þessi karl lést árið 2008. Hvað hét hann?

Almennar spurningar: 

  1. Hvaða kryddtegund ræður því að karrí er svo sérkennilega gult á litinn? Er það paprika, saffran, sinnep eða túrmerik?
  2. Við hvað starfar Baldvin Z.?
  3. Hvaða rithöfundur skrifaði bókina Hundrað ára einsemd?
  4. En hvaða rithöfundur skrifaði bókina Friðsemd?
  5. Hvað heitir höfuðborg Rúmeníu?
  6. Í hvaða hljómsveit eru Adam Clayton bassaleikari og Larry Mullen jr. trommuleikari?
  7. Hvaða fótboltalið á Englandi hefur oftast orðið meistari í karlaflokki?
  8. En hvaða lið hefur oftast orðið meistari í kvennaflokki?
  9. Hvað hét hernaðarbandalagið sem Sovétríkin og leppríki þeirra í Mið- og Austur-Evrópu voru saman í þangað til kalda stríðinu lauk?
  10. Hver skrifaði um fólk í Ólátagarði?
  11. Í hvaða landi í Evrópu er héraðið Lombardia?
  12. Kristrún Frostadóttir er yngst flokksleiðtoganna á Alþingi. Hvaða ár fæddist hún?
  13. Í hvaða landi er feta-ostur upprunninn?
  14. Hvað er Alpha Centauri?
  15. Travis Kelce heitir karl einn. Hvað heitir kærastan hans? 

Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er söngkonan Bríet. Á seinni myndinni er Sigurbjörn Einarsson biskup.
Svör við almennum spurningum:
1.  Túrmerik.  —  2.  Kvikmyndaleikstjóri.  —  3.  Garcia Marquez.  —  4.  Brynja Hjálmsdóttir.  —  5.  Búkarest.  —  6.  U2.  —  7.  Manchester United.  —  8.  Arsenal.  —  9.  Varsjárbandalagið.  —  10.  Astrid Lindgren.  —  11.  Á Ítalíu.  —  12. 1988.  —  13.  Grikklandi.  —  14.  Stjarna (sól) í nágrenni Jarðar.  —  15.  Taylor Swift!
Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
1
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
4
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár