Vill að Vinstri græn bjóði fram til sveitarstjórna 2026

Ef það væri hreint Líf-ræði inn­an VG myndi Líf Magneu­dótt­ir, borg­ar­full­trúi flokks­ins, vilja bjóða fram til sveit­ar­stjórna ár­ið 2026 og halda hreyf­ing­unni á lífi í þeirri mynd sem hún er nú. Fram­hald Vinstri grænna mun ráð­ast á flokks­stjórn­ar­fundi í fe­brú­ar.

Vill að Vinstri græn bjóði fram til sveitarstjórna 2026
Borgarfulltrúi Vinstri græn hafa boðið fram í Reykjavík allt frá því að R-listinn leið undir lok og átt 1-2 kjörna fulltrúa undir eigin merkjum frá 2006. Í síðustu kosningum fékk flokkurinn 4 prósent atkvæða í borginni sem rétt dugði fyrir einu sæti í borgarstjórn. Mynd: Bára Huld Beck

Skjótt skipast veður í lofti. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn Reykjavíkur, er nú orðinn einn af örfáum fulltrúum flokksins í sveitarstjórnum hringinn í kringum landið. Hún segir Vinstri græn sleikja sárin eftir þingkosningarnar. 

„Það hlýtur hver maður að geta sett sig í þá stöðu sem við erum í. Fólk sem hefur stutt hreyfinguna um árabil, hvort sem það eru kjörnir fulltrúar eða aðrir. Stjórnmálasamtök eru bara fólkið sem er þar. Fólk hefur orðið fyrir áfalli og við erum misgóð í að vinna úr slíku,“ segir Líf í samtali við Heimildina. Hún telur rétt að flokksmenn fái svigrúm til að syrgja. Svo ráðist framhaldið á flokksráðsfundi Vinstri grænna í febrúar. 

Líf, sem hefur verið borgarfulltrúi frá 2016, líkir stöðu flokksins við fráfall einhvers sem stendur manni nærri. Allir séu að syrgja en samt þurfi að fara í allt þetta praktíska. Segja upp starfsfólki, tæma skrifstofur. „Við þurfum að leyfa …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Kanntu (pólitískt) brauð að baka?
Ari Trausti Guðmundsson
AðsentAlþingiskosningar 2024

Ari Trausti Guðmundsson

Kanntu (póli­tískt) brauð að baka?

Hægr­ið og po­púl­ismi sækja á, hér á landi sem og ann­ars stað­ar, skrif­ar Ari Trausti Guð­munds­son. „Rétt eins og í sjö ára stjórn­ar­tíð síð­ustu rík­is­stjórn­ar mun eitt og ann­að fara með ágæt­um á næstu ár­um nýrr­ar stjórn­ar en í hand­rit­ið á þeim bæ mun vanta miklu meiri vinstri áhersl­ur og heild­ræn­an skiln­ing á sjálf­bærri þró­un.“

Mest lesið

Varð skugginn af sjálfri sér
3
Móðursýkiskastið#6

Varð skugg­inn af sjálfri sér

Í þess­um loka­þætti Móð­ur­sýkiskasts­ins fá­um við að heyra frá konu sem var sett á lyf sem gætu hafa haft mjög nei­kvæð áhrif á heilsu henn­ar. Lyf sem henni voru gef­in við sjúk­dómi sem svo kom í ljós að hún var ekki með. Hún gekk á milli lækna í ald­ar­fjórð­ung áð­ur en hún fékk rétta grein­ingu. Ragn­hild­ur Þrast­ar­dótt­ir hef­ur um­sjón með þáttar­öð­inni. Hall­dór Gunn­ar Páls­son hann­aði stef og hljóð­heim þátt­anna. Þátt­ur­inn í heild sinni er að­eins að­gengi­leg­ur áskrif­end­um Heim­ild­ar­inn­ar. Áskrift má nálg­ast á heim­ild­in.is/askrift.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár