Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Ráðningarsamningur heimilar hljóðupptökur af starfsfólki

Ráðn­ing­ar­samn­ing­ur SVEIT, sem bygg­ir á kjara­samn­ingi „gervistétt­ar­fé­lags­ins“ Virð­ing­ar, heim­il­ar hljóðupp­tök­ur af starfs­fólki ásamt ann­arri ra­f­rænni vökt­un. Per­sónu­vernd seg­ir ekki hafa reynt á þannig mál. Eina for­dæm­ið er Klaust­urs­mál­ið, þar sem úr­skurð­að var að hljóðupp­tak­an væri ólög­mæt.

Ráðningarsamningur heimilar hljóðupptökur af starfsfólki
108 fyrirtæki í veitingahúsarekstri eru í Sveit en þeim fer ört fækkandi samkvæmt Eflingu. Mynd: Shutterstock

Heimildin hefur undir höndum ráðningasamning Virðingar og SVEIT við starfsfólk sitt og má þar sjá umdeild skilyrði um rafræna vöktun. Auk þess að sæta myndavélaeftirliti má starfsfólk búast við hljóðritun að auki á meðan það er við störf. Persónuvernd hefur úrskurðað í slíku máli einu sinni, það var Klaustursmálinu, og var þá hljóðritunin úrskurðuð ólögmæt á þeim forsendum að um brot á friðhelgi einkalífsins væri að ræða. Grunnforsendan var sú að hljóðritun stæði yfir í langan tíma.

Hljóðritun brot á friðhelgi einkalífsins

Þegar haft var samband við persónuvernd fengust þau svör að það hefði ekki reynt á samskonar mál þar sem starfsmaður er hljóðritaður. Ef litið er til Klaustursmálsins má ætla að niðurstaðan yrði sams konar. Á það var bent að ef starfsfólk sætir rafrænni vöktun, þarf að kynna þeim það skilmerkilega. Fræðsla er grundvallaratriði.

Efling ásamt fleiri stéttarfélögum hefur gagnrýnt Virðingu, stéttarfélag SVEIT, sem eru samtök veitingahúsaeigenda, harðlega. Þannig …

Kjósa
41
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GK
    Gísli Kristjánsson skrifaði
    SVEIT virðist samkvæmt þessu vera samtök svíðinga og ofbeldisfólks. Þetta fólk ætti einfaldlega að skammast sín.
    12
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár