Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Ráðningarsamningur heimilar hljóðupptökur af starfsfólki

Ráðn­ing­ar­samn­ing­ur SVEIT, sem bygg­ir á kjara­samn­ingi „gervistétt­ar­fé­lags­ins“ Virð­ing­ar, heim­il­ar hljóðupp­tök­ur af starfs­fólki ásamt ann­arri ra­f­rænni vökt­un. Per­sónu­vernd seg­ir ekki hafa reynt á þannig mál. Eina for­dæm­ið er Klaust­urs­mál­ið, þar sem úr­skurð­að var að hljóðupp­tak­an væri ólög­mæt.

Ráðningarsamningur heimilar hljóðupptökur af starfsfólki
108 fyrirtæki í veitingahúsarekstri eru í Sveit en þeim fer ört fækkandi samkvæmt Eflingu. Mynd: Shutterstock

Heimildin hefur undir höndum ráðningasamning Virðingar og SVEIT við starfsfólk sitt og má þar sjá umdeild skilyrði um rafræna vöktun. Auk þess að sæta myndavélaeftirliti má starfsfólk búast við hljóðritun að auki á meðan það er við störf. Persónuvernd hefur úrskurðað í slíku máli einu sinni, það var Klaustursmálinu, og var þá hljóðritunin úrskurðuð ólögmæt á þeim forsendum að um brot á friðhelgi einkalífsins væri að ræða. Grunnforsendan var sú að hljóðritun stæði yfir í langan tíma.

Hljóðritun brot á friðhelgi einkalífsins

Þegar haft var samband við persónuvernd fengust þau svör að það hefði ekki reynt á samskonar mál þar sem starfsmaður er hljóðritaður. Ef litið er til Klaustursmálsins má ætla að niðurstaðan yrði sams konar. Á það var bent að ef starfsfólk sætir rafrænni vöktun, þarf að kynna þeim það skilmerkilega. Fræðsla er grundvallaratriði.

Efling ásamt fleiri stéttarfélögum hefur gagnrýnt Virðingu, stéttarfélag SVEIT, sem eru samtök veitingahúsaeigenda, harðlega. Þannig …

Kjósa
41
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GK
    Gísli Kristjánsson skrifaði
    SVEIT virðist samkvæmt þessu vera samtök svíðinga og ofbeldisfólks. Þetta fólk ætti einfaldlega að skammast sín.
    12
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
3
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðstoð Brynjars við Jón átti þátt í yfirburðahæfi
4
Fréttir

Að­stoð Brynj­ars við Jón átti þátt í yf­ir­burða­hæfi

Hæfn­is­nefnd­in sem komst að nið­ur­stöðu um að Brynj­ar Ní­els­son vara­þing­mað­ur væri hæf­ast­ur til að verða dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur horfði sér­stak­lega til starfa hans sem póli­tísks að­stoð­ar­manns Jóns Gunn­ars­son­ar í dóms­mála­ráðu­neyt­inu. Meiri­hluti um­sækj­enda dró um­sókn­ina til baka eft­ir að þeir voru upp­lýst­ir um hverj­ir aðr­ir sóttu um.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu