Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Kaffikarlar ræða Dostojevskíj

Þeg­ar blaða­mað­ur var á leið í vinn­una rakst hún á þrjá karla að ræða Fjodor Mík­hajlovít­sj Dostoj­evskíj.

Kaffikarlar ræða Dostojevskíj
Í mannvitsbrekkunni Árni Snævarr, Runólfur Ágústsson og Eiríkur Bergmann ræða heimsbókmenntir í morgunsárið. Mynd: Auður Jónsdóttir

Jólaljós blöktu í kaldri golu þegar undirrituð var á leið í vinnuna. Á Skólavörðustígnum rakst hún á þrjá karla fyrir utan Kaffifélagið sem stóðu saman í hnapp og voru að ræða rússneskar bókmenntir. Einhver nostalgía lúrði í samtalinu þegar rifjaðar voru upp afbragðs þýðingar Ingibjargar Haraldsdóttur á rússneskum bókmenntum fyrri tíma.

Þarna röbbuðu karlarnir af ástríðu um Glæp og refsingu – jú og fleiri bækur skáldsins. En þá mundi undirrituð eftir að hafa eitt sinn hitt einhvern sem varð skotinn í einhverjum af því að viðkomandi hafði líkt sér við Raskolnikov, aðalsögupersónu áðurnefnds verks.

„Við erum öll sek,“ varð undirritaðri að orði og fann skyndilega svörun í þessari heitu umræðu úti í kuldanum. Þess má geta að meistaraverk Fjodors Dostojevskís, Glæpur og refsing, hefur verið talin ein besta skáldsaga sem skrifuð hefur verið. Hún gerist í Rússlandi fyrir byltingu og lýsir eymd, ömurð og grimmum tilfinningum í sálarlífi og umhverfi. …

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár