Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Ákærður fyrir að falsa veiðileyfi sem fóru í tannlæknakostnað

Fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Stanga­veiði­fé­lags Reykja­vík­ur hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir fjár­drátt. Það gerði hann með því að gefa út fölsk veiði­leyfi sem end­uðu svo á að greiða með­al ann­ars fyr­ir tann­lækna­kostn­að fram­kvæmda­stjór­ans.

Ákærður fyrir að falsa veiðileyfi sem fóru í tannlæknakostnað
Laxar. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni með beinum hætti. Mynd: Sigurður Þorvaldsson

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur, Ari Hermóður Jafetsson, hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt með því að draga sér 1,6 milljón króna úr sjóðum félagsins. Féð nýtti hann meðal annars til þess að greiða fyrir þjónustu tannlæknis. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur og var ákæran gefin út um miðjan nóvember.

Ákæruliðirnir eru fjórir en Ara er meðal annars gefið að sök að hafa dregið sér 909 þúsund krónur af fjármunum stangaveiðifélagsins með því að gefa út kreditreikning á árunum 2017 og 2018 vegna kaupa annars einstaklings á veiðileyfum í Haukadalsá. Með þessum hætti greiddi Ari Hermóður persónulegan kostnað sinn vegna tannlæknaþjónustu.

Þá dró hann sér um 104 þúsund krónur af fjármunum stangveiðifélagsins með sama hætti og áður, með því að gefa út kreditreikninga, á móti útgefnum reikningi sömu fjárhæðar vegna kaupa á veiðileyfunum í Laxá í Mývatnssveit. Með þessum hætti greiddi Ari Hermóður persónulegan kostnað sinn vegna veiðileyfanna.

Svo virðist sem …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár