Ákærður fyrir að falsa veiðileyfi sem fóru í tannlæknakostnað

Fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Stanga­veiði­fé­lags Reykja­vík­ur hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir fjár­drátt. Það gerði hann með því að gefa út fölsk veiði­leyfi sem end­uðu svo á að greiða með­al ann­ars fyr­ir tann­lækna­kostn­að fram­kvæmda­stjór­ans.

Ákærður fyrir að falsa veiðileyfi sem fóru í tannlæknakostnað
Laxar. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni með beinum hætti. Mynd: Sigurður Þorvaldsson

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur, Ari Hermóður Jafetsson, hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt með því að draga sér 1,6 milljón króna úr sjóðum félagsins. Féð nýtti hann meðal annars til þess að greiða fyrir þjónustu tannlæknis. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur og var ákæran gefin út um miðjan nóvember.

Ákæruliðirnir eru fjórir en Ara er meðal annars gefið að sök að hafa dregið sér 909 þúsund krónur af fjármunum stangaveiðifélagsins með því að gefa út kreditreikning á árunum 2017 og 2018 vegna kaupa annars einstaklings á veiðileyfum í Haukadalsá. Með þessum hætti greiddi Ari Hermóður persónulegan kostnað sinn vegna tannlæknaþjónustu.

Þá dró hann sér um 104 þúsund krónur af fjármunum stangveiðifélagsins með sama hætti og áður, með því að gefa út kreditreikninga, á móti útgefnum reikningi sömu fjárhæðar vegna kaupa á veiðileyfunum í Laxá í Mývatnssveit. Með þessum hætti greiddi Ari Hermóður persónulegan kostnað sinn vegna veiðileyfanna.

Svo virðist sem …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár