Þessi grein birtist fyrir rúmlega 13 mánuðum.

Ákærður fyrir að falsa veiðileyfi sem fóru í tannlæknakostnað

Fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Stanga­veiði­fé­lags Reykja­vík­ur hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir fjár­drátt. Það gerði hann með því að gefa út fölsk veiði­leyfi sem end­uðu svo á að greiða með­al ann­ars fyr­ir tann­lækna­kostn­að fram­kvæmda­stjór­ans.

Ákærður fyrir að falsa veiðileyfi sem fóru í tannlæknakostnað
Laxar. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni með beinum hætti. Mynd: Sigurður Þorvaldsson

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur, Ari Hermóður Jafetsson, hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt með því að draga sér 1,6 milljón króna úr sjóðum félagsins. Féð nýtti hann meðal annars til þess að greiða fyrir þjónustu tannlæknis. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur og var ákæran gefin út um miðjan nóvember.

Ákæruliðirnir eru fjórir en Ara er meðal annars gefið að sök að hafa dregið sér 909 þúsund krónur af fjármunum stangaveiðifélagsins með því að gefa út kreditreikning á árunum 2017 og 2018 vegna kaupa annars einstaklings á veiðileyfum í Haukadalsá. Með þessum hætti greiddi Ari Hermóður persónulegan kostnað sinn vegna tannlæknaþjónustu.

Þá dró hann sér um 104 þúsund krónur af fjármunum stangveiðifélagsins með sama hætti og áður, með því að gefa út kreditreikninga, á móti útgefnum reikningi sömu fjárhæðar vegna kaupa á veiðileyfunum í Laxá í Mývatnssveit. Með þessum hætti greiddi Ari Hermóður persónulegan kostnað sinn vegna veiðileyfanna.

Svo virðist sem …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
5
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár