Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Fleiri stéttarfélög fordæma Virðingu

BHM og Efl­ing-Iðja taka und­ir með gagn­rýni Efl­ing­ar á stétt­ar­fé­lag­ið Virð­ingu, sem Efl­ing kall­ar hrein­lega svika­myllu.

Fleiri stéttarfélög fordæma Virðingu
Frá kröfugöngu BHM. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint. Mynd: Bára Huld Beck

BHM og BSRB taka undir gagnrýni Eflingar, Eflingar-Iðju og Alþýðusambands Íslands ásamt öðrum stéttarfélögum innan þeirra vébanda varðandi gervistéttarfélagið „Virðingu“.

Félögin tvö sendu sameiginlega yfirlýsingu þess eðlis á fjölmiðla nú í morgun.

Það var Efling sem fyrst gagnrýndi stéttarfélagið Virðingu og sögðu þá í harðorðri yfirlýsingu að Virðing væri ekki raunverulegt stéttarfélag heldur svikamylla rekin af atvinnurekendum í þeim tilgangi að skerða laun og réttindi starfsfólks.

Þegar farið er inn á vef félagsins má sjá að Jafet Thor Arnfjörð Sigurðarson hefur verið kjörinn formaður og meðstjórnendur eru þau Jóhann Stefánsson og Jóhanna Sigurbjörg Húnfjörð. Bæði eru þau eigendur eða stjórnendur veitingastaða, svo sem Litlu mathallarinnar á Akureyri, og svo framkvæmdastjóri Kampavínsfélagsins.

Fyrrverandi þingmaður framkvæmdastjóri

Þá vekur ekki síst athygli að fyrrverandi þingmaðurinn og sveitarstjórnarfulltrúinn Valdimar Leó Friðriksson er nýráðinn framkvæmdastjóri félagsins og hefur störf í janúar næstkomandi. Hann sat á þingi fyrir Samfylkinguna og síðar Frjálslynda flokkinn, sem féll af þingi nokkru síðar. 

Í tilkynningu frá BSRB og BHM segir að félögin hafi bent á að atvinnurekendur í veitingarekstri, Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði – SVEIT, hafi stofnað stéttarfélag fyrir starfsfólk á veitingamarkaði. SVEIT er félag veitingahúsaeigenda og má þar finna nöfn eins og Skúla Sigfússon, oft kenndan við Subway, og Hrefnu Björk Sverrisdóttur, eiganda veitingastaðarins ROK, sem sitja í stjórn félagsins.

BRSB og Efling-Iðja segja að slík ráðstöfun gangi gegn grundvallarreglum á vinnumarkaði, þar sem það er launafólkið sjálft sem stofnar sín stéttarfélög, ekki atvinnurekendur þeirra.

Ámælisvert að semja réttindin burt

Þegar eru í gildi kjarasamningar um öll störf á veitingahúsum. Þar eru ákvæði um kjör og réttindi sem hafa náðst með áratugalangri baráttu launafólks segir í tilkynningunni. 

Svo segir að það sé ámælisvert að stéttarfélag fyrirtækja á veitingamarkaði skuli hafa samið slík réttindi burt með einu pennastriki til hagsbóta fyrir atvinnurekendur, en liðsmenn Virðingar virðast njóta lakari kjara að því er fram kemur í tilkynningum bæði Eflingar sem og BHM og Efling-Iðju. Það lýsi sér í verri launakjörum, lakari orlofsrétti, uppsagnarrétti og fleira.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár