Að sjálfsögðu er ekki hægt að alhæfa um það hvernig hundar eða kettir takast á við vissar aðstæður. Þetta eru allt einstaklingar með mismunandi persónuleika, uppeldi og þarfir. Við þekkjum okkar dýr best og vitum hvernig þau taka í breytingu á rútínu. Hvort sem okkar dýr er rólegt og yfirvegað yfir öllu jólastússinu eða stressað þá eru samt ýmsir hlutir sem vert er að hafa í huga til þess að huga að velferð þess. Munum að dýrin hafa ekki sömu rödd og mannfólkið og geta því ekki greint nákvæmlega frá því hvernig þeim líður hverju sinni. Því er það okkar að kynna okkur merkjamál þeirra eins vel og við getum svo við getum verið þeirra málsvari í aðstæðum sem þeim gætu þótt óþægilegar.
Rútína
Það eru ekki bara börnin sem fara í kerfi yfir breyttri rútínu. Gæludýr, og þá sérstaklega hundar, geta gert það líka. Hundar geta hins vegar orðið …
Athugasemdir