Afgerandi meirihluti íbúa í Ölfusi höfnuðu hugmyndun Heidelberg um umfangsmikla mölunarverksmiðju í sveitarfélaginu. 70,5 prósent þeirra sem greiddu atkvæði í íbúakosningunni sögðu nei við áformum fyrirtækisins en 28,5 prósent studdi þau. 12 íbúar skiluðu auðu eða ógildum atkvæðaseðlum. Þetta kemur fram á vef sveitarfélagsins.
Niðurstaðan er enn meira afgerandi en könnun sem Heimildin fékk Maskínu til að framkvæma á síðasta ári, um afstöðu íbúa til uppbyggingarinnar. Í könnuninni sögðust 44,7 prósent íbúa í sveitarfélaginu Ölfusi vera mjög eða fremur andvígir byggingu mölunarverksmiðjunnar í bænum. Til samanburðar eru einungis 19,3 prósent íbúa fremur eða mjög hlynntir byggingu verksmiðjunnar.
Áætlanir Heidelberg gengu út á að byggja verksmiðju í Þorlákshöfn til að mala móberg til útflutnings. Móbergsmulninginn á svo að nota í sementsgerð.
Athugasemdir (1)