Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Hvalavinir: „Þetta er svívirðilegt“

Hvala­vin­um er brugð­ið eft­ir að Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra gaf út leyfi til veiða á hvöl­um í dag. Tals­mað­ur seg­ir flokk­inn án um­boðs, auk þess sem beð­ið er eft­ir stjórn­sýslu­út­tekt á hval­veið­um á Ís­landi.

Hvalavinir: „Þetta er svívirðilegt“
Valgerður Árnadóttir segir leyfið svívirðilegt og að stjórn án umboðs hafi tekið þessa ákvörðun. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

„Þetta er svívirðilegt,“ segir Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalvina, þegar blaðamaður færði henni fréttir af því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefði heimilað hvalveiðar á ný til fimm ára. Tvö leyfi voru útgefin til veiða á langreyðum og hrefnum. Völu var brugðið þegar fréttamaður náði tali af henni.

„Þetta kemur ekki á óvart,“ sagði hún og bætti við: „Hann Bjarni er sár tapari og verður að hefna sín einhvern veginn, það er svívirðilegt að gera þetta svona.“

Valgerður bendir á að enn sé beðið eftir skýrslu starfshóps sem Katrín Jakobsdóttir skipaði síðasta vor og átti að taka út hvalveiðar á heildstæðum grunni. Von var á skýrslunni í lok janúar eða byrjun febrúar.

„Og tímasetning skýrslunnar er engin tilviljun, enda eru þessi leyfi ávallt gefin út á vorin,“ segir hún og undirstrikar þannig að tímasetning leyfisins sé sérkennileg.

„Þetta fer algjörlega á skjön við stjórnsýsluferla sem voru ákveðnir og Þetta kemur ekki á óvart, því svona vinna Sjálfstæðismenn. Þeir reyna að koma því í gegn sem þeir geta án þess að fylgja þeim ferlum sem á að fylgja og sýnir hversu ófaglegir þeir eru,“ segir Valgerður.

„Þetta er að auki mjög ólýðræðislegt. Stjórnin er fallin og verið er að mynda meirihluta flokka, en flestir flokkar á Alþingi eru andvígir hvalveiðum,“ segir hún. „Þeir eru algjörlega umboðslausir að bjóða upp á þetta,“ bætir Valgerður við.

Hún segir vinnubrögðin óboðleg og bætir við: „Það verður alveg örugglega reynt á þetta fyrir dómstólum, því það eru bara fullt af samtökum sem eru alveg til í þennan slag.“ 

Uppfært: Náttúruverndar samtök á Íslandi sendu sameiginlega  yfirlýsingu á fjölmiðla vegna hvalveiðanna. Þar sagði orðrétt:  

Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar lýsa yfir furðu sinni og vanþóknun á útgáfu hvalveiðileyfa af hálfu starfstjórnar. Með því er lýðræðinu ekki sýnd virðing og með útgáfu leyfisins er gengið gegn hagsmunum loftslags, náttúru og dýravelferðar.


Leiðrétt: Valgerður er ekki lengur formaður félags grænkera. Það leiðréttist hér með.

Kjósa
35
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÆS
    Ævar Sigdórsson skrifaði
    Börn og annað saklaust fólk er drepið á Gaza. Ekki heyrist orð frá öllum þessum hvalavinum? Eru hvalir meira virði en mannslífin ?
    -1
  • Valgerður Árnadóttir skrifaði
    Við höfum komið af stað nýjum undirskriftarlista gegn hvalveiðum https://island.is/undirskriftalistar/8aad2100-f74f-4bc9-878b-45a98f5bc678
    7
    • GK
      Gísli Kristjánsson skrifaði
      Bestu þakkir fyrir þitt starf og að deila þessum upplýsingum hér.
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár