Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Hvalavinir: „Þetta er svívirðilegt“

Hvala­vin­um er brugð­ið eft­ir að Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra gaf út leyfi til veiða á hvöl­um í dag. Tals­mað­ur seg­ir flokk­inn án um­boðs, auk þess sem beð­ið er eft­ir stjórn­sýslu­út­tekt á hval­veið­um á Ís­landi.

Hvalavinir: „Þetta er svívirðilegt“
Valgerður Árnadóttir segir leyfið svívirðilegt og að stjórn án umboðs hafi tekið þessa ákvörðun. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

„Þetta er svívirðilegt,“ segir Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalvina, þegar blaðamaður færði henni fréttir af því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefði heimilað hvalveiðar á ný til fimm ára. Tvö leyfi voru útgefin til veiða á langreyðum og hrefnum. Völu var brugðið þegar fréttamaður náði tali af henni.

„Þetta kemur ekki á óvart,“ sagði hún og bætti við: „Hann Bjarni er sár tapari og verður að hefna sín einhvern veginn, það er svívirðilegt að gera þetta svona.“

Valgerður bendir á að enn sé beðið eftir skýrslu starfshóps sem Katrín Jakobsdóttir skipaði síðasta vor og átti að taka út hvalveiðar á heildstæðum grunni. Von var á skýrslunni í lok janúar eða byrjun febrúar.

„Og tímasetning skýrslunnar er engin tilviljun, enda eru þessi leyfi ávallt gefin út á vorin,“ segir hún og undirstrikar þannig að tímasetning leyfisins sé sérkennileg.

„Þetta fer algjörlega á skjön við stjórnsýsluferla sem voru ákveðnir og Þetta kemur ekki á óvart, því svona vinna Sjálfstæðismenn. Þeir reyna að koma því í gegn sem þeir geta án þess að fylgja þeim ferlum sem á að fylgja og sýnir hversu ófaglegir þeir eru,“ segir Valgerður.

„Þetta er að auki mjög ólýðræðislegt. Stjórnin er fallin og verið er að mynda meirihluta flokka, en flestir flokkar á Alþingi eru andvígir hvalveiðum,“ segir hún. „Þeir eru algjörlega umboðslausir að bjóða upp á þetta,“ bætir Valgerður við.

Hún segir vinnubrögðin óboðleg og bætir við: „Það verður alveg örugglega reynt á þetta fyrir dómstólum, því það eru bara fullt af samtökum sem eru alveg til í þennan slag.“ 

Uppfært: Náttúruverndar samtök á Íslandi sendu sameiginlega  yfirlýsingu á fjölmiðla vegna hvalveiðanna. Þar sagði orðrétt:  

Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar lýsa yfir furðu sinni og vanþóknun á útgáfu hvalveiðileyfa af hálfu starfstjórnar. Með því er lýðræðinu ekki sýnd virðing og með útgáfu leyfisins er gengið gegn hagsmunum loftslags, náttúru og dýravelferðar.


Leiðrétt: Valgerður er ekki lengur formaður félags grænkera. Það leiðréttist hér með.

Kjósa
35
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÆS
    Ævar Sigdórsson skrifaði
    Börn og annað saklaust fólk er drepið á Gaza. Ekki heyrist orð frá öllum þessum hvalavinum? Eru hvalir meira virði en mannslífin ?
    -1
  • Valgerður Árnadóttir skrifaði
    Við höfum komið af stað nýjum undirskriftarlista gegn hvalveiðum https://island.is/undirskriftalistar/8aad2100-f74f-4bc9-878b-45a98f5bc678
    7
    • GK
      Gísli Kristjánsson skrifaði
      Bestu þakkir fyrir þitt starf og að deila þessum upplýsingum hér.
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár