Flokkur fólksins var stofnaður á eldhúsgólfinu heima hjá Ingu Sæland, formanni flokksins, árið 2016 að því er hún hefur sjálf sagt í viðtölum. Flokkurinn hélt svo sinn fyrsta landsfund árið 2018, aukaaðalfund árið eftir. Síðan þá hefur flokkurinn ekki haldið landsfund, eða síðustu fimm ár. Því skal þó haldið til haga að flokkurinn hugðist halda fund í vetur en þurfti að fresta honum vegna kosninga. Flokkurinn er nú í meirihlutaviðræðum við Viðreisn og Samfylkinguna um myndun nýrra ríkisstjórnar.
Eftir stendur spurningin; er Flokkur fólksins popúlistaflokkur? Og það sem er athyglisverðara, er slíkur flokkur að komast í ríkisstjórn í fyrsta skipti í stjórnmálasögu Íslendinga?
Er Flokkur fólksins fjöldahreyfing?
Heimildin hafði samband við fróðasta stjórnmálafræðing landsins þegar kemur að popúlískum stjórnmálaöflum sem hefur ritað fjöldann allan af slíkum bókum og fengið alþjóðlega athygli fyrir, stjórnmálafræðinginn Eirík Bergmann.
Hann segir nokkur sameiginleg einkenni sem popúlískir flokkar hafa, eða lýðhyggjuflokkar, og það fyrsta snýr …
Athugasemdir (3)