Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Flokkur fólksins ekki haldið aðalfund í fimm ár

Flokk­ur fólks­ins ber með sér fjöl­mörg ein­kenni lýð­hyggju­flokks, eða po­púl­isma. Flokk­ur­inn hef­ur að­eins hald­ið tvo að­al­fundi frá stofn­un ár­ið 2017 og Inga Sæ­land er eini skráði eig­andi flokks­ins, ólíkt öðr­um stjórn­mála­öfl­um.

Flokkur fólksins ekki haldið aðalfund í fimm ár
Inga Sæland er formaður Flokks fólksins. Mynd: Golli

Flokkur fólksins var stofnaður á eldhúsgólfinu heima hjá Ingu Sæland, formanni flokksins, árið 2016 að því er hún hefur sjálf sagt í viðtölum. Flokkurinn hélt svo sinn fyrsta landsfund árið 2018, aukaaðalfund árið eftir. Síðan þá hefur flokkurinn ekki haldið landsfund, eða síðustu fimm ár. Því skal þó haldið til haga að flokkurinn hugðist halda fund í vetur en þurfti að fresta honum vegna kosninga. Flokkurinn er nú í meirihlutaviðræðum við Viðreisn og Samfylkinguna um myndun nýrra ríkisstjórnar.

Eftir stendur spurningin; er Flokkur fólksins popúlistaflokkur? Og það sem er athyglisverðara, er slíkur flokkur að komast í ríkisstjórn í fyrsta skipti í stjórnmálasögu Íslendinga?

Er Flokkur fólksins fjöldahreyfing?

Heimildin hafði samband við fróðasta stjórnmálafræðing landsins þegar kemur að popúlískum stjórnmálaöflum sem hefur ritað fjöldann allan af slíkum bókum og fengið alþjóðlega athygli fyrir, stjórnmálafræðinginn Eirík Bergmann.

Hann segir nokkur sameiginleg einkenni sem popúlískir flokkar hafa, eða lýðhyggjuflokkar, og það fyrsta snýr …

Kjósa
42
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristín Guðnadóttir skrifaði
    Inga er náttúruafl. Ef hún væri með typpi þá hefði hún hlotið enn betri kosningu - og var hún þó góð. En þessari eigendaskráningu mætti hún að ósekju kippa í liðinn.
    0
  • TLS
    Tryggvi L. Skjaldarson skrifaði
    Inga Sæland stofnaði flokk fólksins vegna þess að það er komið illa fram við þá sem festast í neðstu þrepum samfélagsins. Hér á landi hefur verið látið nægja að geta sýnt fram á hve vel við stöndum, að meðaltali, í samfélagi þjóðanna. Því vill Inga Sæland breyta og segir: fæði, klæði og húsnæði fyrir alla. Að fá ímyndar- og atburðarásar hönnuði og halda aðalfund þar sem framvindan er fyrirfram ákveðin og óþekkir félagar fá ekki að stíga í pontu með sín hjartans mál er ekkert meira lýðræði nema síður sé.
    2
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Flokkur fólksins er greinilega sprottinn upp af þörf á ísl. markaði fyrir gömlu "vinstri" gildin um réttlátara skattaumhverfi og jafnari dreifingu hagsældarinnar. Það er vegna þess að Vinsgri Grænir sviku fólk algjörlega, og í Samfylkingunni er mest efri miðstétt með sína lognmollu. Fólkið finnur sér leið! núna nýja leið og gangi þeim vel, því lágstéttin og neðrimiðstéttin þarfnast þess mjög.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
4
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár