Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Eldri foreldrar aka börnum síður í skóla

For­eldr­ar sem eru 45 ára eða eldri eru ólík­legri til að aka börn­um sín­um í skól­ann held­ur en for­eldr­ar sem yngri eru ef marka má nið­ur­stöðu ferða­venju­könn­un­ar Gallup fyr­ir Reykja­vík­ur­borg. For­eldr­ar svör­uðu könn­un­inni.

Eldri foreldrar aka börnum síður í skóla
Í skólann Flest grunnskólabörn í Reykjavík ganga í skólann. Mynd: Golli

Rétt rúmur helmingur grunnskólabarna í Reykjavík fer fótgangandi í skólann samkvæmt niðurstöðum könnunar á ferðavenjum sem Gallup vann fyrir borgina í október. Fjórðungi barnanna var ekið í skólann á einkabíl og 11 prósent fóru á hjóli. Níu prósent grunnskólabarna fóru með strætó í skólann. 

Niðurstaðan er svipuð og í sambærilegri könnun fyrir ári, þá gengu 56 prósent barnanna í skólann en 53 prósent nú, en töluverð breyting hefur orðið frá árinu 2022. Samkvæmt svörum foreldra barnanna við könnuninni gengu 66 prósent þeirra í skólann þá. 

Sveiflur eru töluverðar milli ára og þótt fjórðungur (24%) hafi farið á einkabíl í skólann nú í október er það litlu meira en að meðaltali síðasta áratuginn eða svo. Árið 2015 skar sig nokkuð úr en þá var 27 prósentum barna ekið í skólann. Síðan þá hefur hlutfallið verið á bilinu 16 til 24 prósent.

Athygli vekur í könnun Gallup að eftir því sem foreldrar eru eldri þeim mun ólíklegra er að þeir aki börnum sínum í skólann. 32 prósent foreldra á aldrinum 18 til 32 ára sögðu börnum sínum hafa verið ekið í skólann er könnunin var gerð en aðeins 16 prósent foreldra sem eru 45 ára og eldri. Verið getur að aldur barnanna skipti hér máli, eftir því sem börn eru eldri, þeim mun líklegra er að þau bjargi sér í skólann sjálf.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
1
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
5
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár