Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Eldri foreldrar aka börnum síður í skóla

For­eldr­ar sem eru 45 ára eða eldri eru ólík­legri til að aka börn­um sín­um í skól­ann held­ur en for­eldr­ar sem yngri eru ef marka má nið­ur­stöðu ferða­venju­könn­un­ar Gallup fyr­ir Reykja­vík­ur­borg. For­eldr­ar svör­uðu könn­un­inni.

Eldri foreldrar aka börnum síður í skóla
Í skólann Flest grunnskólabörn í Reykjavík ganga í skólann. Mynd: Golli

Rétt rúmur helmingur grunnskólabarna í Reykjavík fer fótgangandi í skólann samkvæmt niðurstöðum könnunar á ferðavenjum sem Gallup vann fyrir borgina í október. Fjórðungi barnanna var ekið í skólann á einkabíl og 11 prósent fóru á hjóli. Níu prósent grunnskólabarna fóru með strætó í skólann. 

Niðurstaðan er svipuð og í sambærilegri könnun fyrir ári, þá gengu 56 prósent barnanna í skólann en 53 prósent nú, en töluverð breyting hefur orðið frá árinu 2022. Samkvæmt svörum foreldra barnanna við könnuninni gengu 66 prósent þeirra í skólann þá. 

Sveiflur eru töluverðar milli ára og þótt fjórðungur (24%) hafi farið á einkabíl í skólann nú í október er það litlu meira en að meðaltali síðasta áratuginn eða svo. Árið 2015 skar sig nokkuð úr en þá var 27 prósentum barna ekið í skólann. Síðan þá hefur hlutfallið verið á bilinu 16 til 24 prósent.

Athygli vekur í könnun Gallup að eftir því sem foreldrar eru eldri þeim mun ólíklegra er að þeir aki börnum sínum í skólann. 32 prósent foreldra á aldrinum 18 til 32 ára sögðu börnum sínum hafa verið ekið í skólann er könnunin var gerð en aðeins 16 prósent foreldra sem eru 45 ára og eldri. Verið getur að aldur barnanna skipti hér máli, eftir því sem börn eru eldri, þeim mun líklegra er að þau bjargi sér í skólann sjálf.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár