Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Eldri foreldrar aka börnum síður í skóla

For­eldr­ar sem eru 45 ára eða eldri eru ólík­legri til að aka börn­um sín­um í skól­ann held­ur en for­eldr­ar sem yngri eru ef marka má nið­ur­stöðu ferða­venju­könn­un­ar Gallup fyr­ir Reykja­vík­ur­borg. For­eldr­ar svör­uðu könn­un­inni.

Eldri foreldrar aka börnum síður í skóla
Í skólann Flest grunnskólabörn í Reykjavík ganga í skólann. Mynd: Golli

Rétt rúmur helmingur grunnskólabarna í Reykjavík fer fótgangandi í skólann samkvæmt niðurstöðum könnunar á ferðavenjum sem Gallup vann fyrir borgina í október. Fjórðungi barnanna var ekið í skólann á einkabíl og 11 prósent fóru á hjóli. Níu prósent grunnskólabarna fóru með strætó í skólann. 

Niðurstaðan er svipuð og í sambærilegri könnun fyrir ári, þá gengu 56 prósent barnanna í skólann en 53 prósent nú, en töluverð breyting hefur orðið frá árinu 2022. Samkvæmt svörum foreldra barnanna við könnuninni gengu 66 prósent þeirra í skólann þá. 

Sveiflur eru töluverðar milli ára og þótt fjórðungur (24%) hafi farið á einkabíl í skólann nú í október er það litlu meira en að meðaltali síðasta áratuginn eða svo. Árið 2015 skar sig nokkuð úr en þá var 27 prósentum barna ekið í skólann. Síðan þá hefur hlutfallið verið á bilinu 16 til 24 prósent.

Athygli vekur í könnun Gallup að eftir því sem foreldrar eru eldri þeim mun ólíklegra er að þeir aki börnum sínum í skólann. 32 prósent foreldra á aldrinum 18 til 32 ára sögðu börnum sínum hafa verið ekið í skólann er könnunin var gerð en aðeins 16 prósent foreldra sem eru 45 ára og eldri. Verið getur að aldur barnanna skipti hér máli, eftir því sem börn eru eldri, þeim mun líklegra er að þau bjargi sér í skólann sjálf.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár