Sporðdrekar stinga og sömu sögu má segja um fleiri tegundir, þar með talið mannanna börn. „Helstu líkamseinkenni sporðdreka eru ílangur líkami með hala sem sveigist upp og á enda hans er broddur sem inniheldur öflugt eitur,“ segir í umfjöllun Vísindavefsins um fyrrnefndu dýrategundina. Margir eftirminnilegustu kaflarnir í nýrri skáldsögu Dags Hjartarsonar, Sporðdrekum, lýsa nístandi andartökum þegar einhver af síðarnefndu tegundinni sveiflar broddhalanum, oftar en ekki andspænis sínum nánustu. Hvikult sjónarhorn sögunnar, þar sem lesendur eru ýmist settir í spor þess sem leggur til atlögu eða hins sem finnur fyrir eitrinu í blóðrásinni, gerir frásögnina bæði áhrifaríka og spennandi. En líka ónotalega. Því það er lengi von á einum.

Athugasemdir