Ingibjörg Björnsdóttir dansari, kennari og danshöfundur tók við sögu listdans á Íslandi eftir að Árni Ibsen hvarf frá verkinu sökum heilsubrests en upphaf þeirrar vinnu má rekja 30 ár aftur til frumkvæðis Félags íslenskra listdansara. Bók Ingibjargar er í stóru broti, ríkulega skreytt ljósmyndum, frumrannsókn og fagnaðarefni þeim sem unna dansinum.
Ritið skiptist í tíu kafla auk fjögurra viðauka og skrár. Ræður tímaröð þræðinum og lýkur árið 2020. Formáli skýrir uppbyggingu verksins og nokkur grunnhugtök. Upphafskaflinn (18 bls.) rekur uppgang listdansins í vesturálfu. Annar kafli lýsir hvernig listdans hefst hér fyrir atbeina Árna Eiríkssonar og Stefaníu Guðmundsdóttur árin 1904 til 1907 með kennslu Georg Berthelsen. Segir þá frá frumkvöðlum, Stefaníu og Guðrúnu Indriðadóttur, sýningum þeirra og dönsum hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Svo rekur hún í tímaröð aðra frumherja (22 bls.) uns Þjóðleikhúsið er vígt og Guðlaugur Rósenkranz stofnar listdansskóla, óperukór, leikskóla og rekur um tíma sinfóníuhljómsveit í nafni þess.
Athugasemdir