Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Kristrún mun hefja viðræður við Viðreisn og Flokk fólksins

Kristrún Frosta­dótt­ir, formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hlaut stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð á Bessa­stöð­um í morg­un. Hún hyggst hefja við­ræð­ur við Við­reisn og Flokk fólks­ins strax síð­ar í dag.

Kristrún mun hefja viðræður við Viðreisn og Flokk fólksins
Kristrún kemur á fund forseta fyrr í dag. Mynd: Golli

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hefur falið Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, umboð til stjórnarmyndunar. Þetta tilkynnti forsetinn að loknum fundi þeirra tveggja að Bessastöðum í morgun. 

„Kristrún hefur tjáð mér að hún hafi nú þegar átt samtöl við formenn annarra flokka sem einnig hafa upplýst mig um að þeir séu reiðubúnir til formlegra viðræðna um myndun nýrrar ríkisstjórnar með Samfylkingunni,“ sagði forsetinn við blaðamenn.

Ræðir við Viðreisn og Flokk fólksins eftir hádegi

Kristrún ræddi við blaðamenn á eftir forsetanum og sagði að hennar mati og flestra annarra væru þrír flokkar sem hefðu náð hvað mestum árangri í kosningunum. „Það er Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins. Ég ætla núna í kjölfar þessa fundar að setja mig í samband við formann Viðreisnar og formann Flokks fólksins og boða þær á fund og í samtal núna, strax eftir hádegi til að ræða næstu skref. Ég held að það sé brýnt að við förum strax af stað í þessa vinnu.“

Kristrún bætti við að hún teldi lykilatriði hjá næstu ríkisstjórn að halda efnahagsmálunum í festu. Tryggja þyrfti áframhaldandi lækkun vaxta og verðbólgu. „Við þurfum að fara strax af stað og skapa festu.“

Trúir á þessa vegferð

Spurð hvort að hún trúi því að þessir þrír flokkar geti náð saman um þau málefni sem mesti skiptu segir Kristrún að hún sé bjartsýn. „Það er verulega mikill málefnalegur grundvöllur og samleið fyrir málefnunum í þessu samhengi. Auðvitað eru ólíkar áherslur, þess vegna erum við í sitthvorum flokkunum. En ég held að við ættum að geta náð saman um mörg stór og mikilvæg mál.“

Kristrún segir þó að það verði að ráðast á næstu dögum hvort það takist. „En ég væri ekki að fara í þessa vegferð nema ég tryði því að það gæti náð árangri. Við þurfum að setjast saman og eiga þetta samtal, og gerum það af mikilli ábyrgð og erum lausnamiðaðar.“

Hún vildi ekki upplýsa um tímaramma viðræðnanna. „Við tökum þetta einn dag í einu en við ætlum ekki að eyða alltof miklum tíma í að finna samstöðuna, hún verður að koma af sjálfu sér fyrstu dagana. Ég held að það sjái það allir landsmenn að það er ekki tími til þess að dvelja alltof lengi í þessu. Annaðhvort er málefnalegur grundvöllur eða ekki.“

Sjálf endurtók hún að hún væri jákvæð og lausnamiðuð og bætti við að það teldi hún að formenn hinna flokkanna væru einnig. „Ég held það sé ríkur vilji til að láta þetta ganga upp.“

Að lokum nefndi Kristrún að virða verði niðurstöður kosninganna, sem hún segir vera til marks um ákall um breytingar frá þjóðinni. „Þetta eru þeir þrír flokkar sem fá í rauninni sterkustu kosninguna, miðað við það sem áður var. Við eigum líka að bera virðingu fyrir því sem þjóðin vill.“

Fréttin hefur verið uppfærð.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
2
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
4
Erlent

Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

Fátt hef­ur vak­ið meiri at­hygli að und­an­förnu en yf­ir­lýs­ing­ar Don­alds Trump um Græn­land og áhuga hans á því að kom­ast þar til áhrifa, jafn­vel með hervaldi. „Make Green­land great again”, sagði for­set­inn til­von­andi í ræðu með stuðn­ings­fólki sínu. Trump er ekki fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna sem hef­ur lýst áhuga á að ná yf­ir­ráð­um á Græn­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
4
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár