Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Stofnandi Viðreisnar segir ólíklegt að flokkurinn vilji starfa með Miðflokknum

For­menn þeirra flokka sem komust á þing gengu á fund for­seta fyrr í dag. Lík­legt þyk­ir að Kristrún Frosta­dótt­ir, formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hljóti stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð­ið. Bene­dikt Jó­hann­es­son, stofn­andi og fyrr­ver­andi formað­ur Við­reisn­ar, seg­ir ólík­legt að Við­reisn eða Sam­fylk­ing­in vilji starfa með Mið­flokkn­um.

Stofnandi Viðreisnar segir ólíklegt að flokkurinn vilji starfa með Miðflokknum
Formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín fór á fund forseta fyrr í dag. Mynd: Golli

Nú veltir alþjóð fyrir sér hvernig ríkisstjórn muni verða til eftir alþingiskosningarnar sem fóru fram um helgina. Í dag fundaði Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, með formönnum þeirra flokka sem náðu mönnum inn á þing. 

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, lögðu það bæði til við forsetann að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, fengi umboð til stjórnarmyndunar. Samfylkingin er nú stærsti flokkurinn á alþingi, með 15 þingmenn og 20,8 prósent atkvæða.

Inga Sæland fór á Bessastaði í dag.

Gott samband Viðreisnar og Samfylkingar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mælti einnig með því að Kristrún fengi umboðið en hún sagði að samband þeirra tveggja væri mjög gott. „Við ætl­um að reyna von­andi að mynda sterka og sam­henta rík­is­stjórn,“ sagði Þorgerður Katrín í samtali við mbl.is, þar sem húb var stödd við Bessastaði.

Með hliðsjón af þessum ummælum Þorgerðar Katrínar mætti leiða að því líkur að fyrst verði reynt að mynda ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. En Kristrún hefur áður svo gott sem útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokki og Miðflokki, sem annars gætu komið í stað Flokks fólksins í mögulegri ríkisstjórnarmyndun.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við fjölmiðla á Bessastöðum að hann væri ekki á leiðinni í ríkisstjórn. Ákallið væri um stjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins.

Kristrún fór fyrst formanna á fund forsetans.

Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi ráðherra og stofnandi Viðreisnar, spáði í spilin um mögulegar meirihlutastjórnir á Facebook fyrr í dag. Þar segir hann að mjög ólíklegt sé að Samfylkingin eða Viðreisn muni vilja starfa með Miðflokknum og því sleppir hann því að leggja mat á þær sviðsmyndir.

Að mati Benedikts eru sex mögulegar stjórnir í stöðunni.

„Varla langlíf“

Sú fyrsta sem hann nefnir er stjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Sú myndi hafa 36 þingmenn. „Sú stjórn yrði erfið, en kannski ekki útilokuð. Spurningin er hvort Flokkur fólksins sé stjórntækur. Þingmenn flokksins eru þekktir fyrir glannalegar yfirlýsingar, til dæmis um lög á Seðlabankann til þess að lækka vexti. Yfirlýsingagleði er ekki vænleg uppskrift að farsælu sambandi og fýla er ekki gott stjórntæki,“ skrifar Benedikt.  

Þá bendir hann á að kröfur Flokks fólksins séu dýrar og erfitt sé að hrinda þeim í framkvæmd með ríkissjóð í 70 milljarða halla. Þá hafi Viðreisn lýst því yfir að ná eigi saman í ríkisfjármálum og ekki hækka skatta. „Þetta er samt eina stjórnarmynstrið þar sem von gæti verið um breytingar. Varla langlíf stjórn,“ skrifar hann.

Samfylking og Sjálfstæðisflokkur 

Annar möguleiki sem Benedikt nefnir er stjórn Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar sem hefði 40 þingmenn. „Þetta gæti orðið þrautalendingin, en þetta væri eiginlega framlenging á núverandi stjórn, eins konar starfstjórn þar sem ekki yrðu teknar neina afgerandi ákvarðanir nema hugsanlega virkjanamál. Yrði kallað stöðugleikastjórn, en stöðugleikinn fælist aðallega í ráðherrastólunum,“ skrifar Benedikt.

Þá gætu Samfylking, Sjálfstæðisflokkur og Flokkur fólksins myndað stjórn með 36 þingmönnum. Benedikt þykir þó líklegra að ef Sjálfstæðisflokkur og Samfylking næðu saman þá myndu þeir mynda stjórn með Viðreisn, frekar en Flokki fólksins.

Þá væri mögulegt að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur gætu myndað stjórn með Framsókn. Það væru samtals 34 þingmenn. „Líklegri kostur en Flokkur fólksins, en það yrði erfitt fyrir samfylkingu að fara í stjórn með þessum tveimur flokkum,“ skrifar Benedikt.

Sjálfstæðisflokkur og Flokkur fólksins 

Síðustu tveir möguleikarnir væru annars vegar Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Flokkur fólksins og hins vegar Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins og Miðflokkur. 

Benedikt segir að fyrra mynstrið muni sennilega koma mjög seint upp og það sé vandséð um hvað sú stjórn yrði mynduð. Seinni kosturinn sé möguleiki. „En með tvo kvika þingflokka og minnsta meirihluta [32]; þorir Sjálfstæðisflokkurinn að fara í slíkt ævintýri?“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
2
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
4
Erlent

Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

Fátt hef­ur vak­ið meiri at­hygli að und­an­förnu en yf­ir­lýs­ing­ar Don­alds Trump um Græn­land og áhuga hans á því að kom­ast þar til áhrifa, jafn­vel með hervaldi. „Make Green­land great again”, sagði for­set­inn til­von­andi í ræðu með stuðn­ings­fólki sínu. Trump er ekki fyrsti for­seti Banda­ríkj­anna sem hef­ur lýst áhuga á að ná yf­ir­ráð­um á Græn­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
4
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár