Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kristrún mun hefja viðræður við Viðreisn og Flokk fólksins

Kristrún Frosta­dótt­ir, formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hlaut stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð á Bessa­stöð­um í morg­un. Hún hyggst hefja við­ræð­ur við Við­reisn og Flokk fólks­ins strax síð­ar í dag.

Kristrún mun hefja viðræður við Viðreisn og Flokk fólksins
Kristrún kemur á fund forseta fyrr í dag. Mynd: Golli

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hefur falið Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, umboð til stjórnarmyndunar. Þetta tilkynnti forsetinn að loknum fundi þeirra tveggja að Bessastöðum í morgun. 

„Kristrún hefur tjáð mér að hún hafi nú þegar átt samtöl við formenn annarra flokka sem einnig hafa upplýst mig um að þeir séu reiðubúnir til formlegra viðræðna um myndun nýrrar ríkisstjórnar með Samfylkingunni,“ sagði forsetinn við blaðamenn.

Ræðir við Viðreisn og Flokk fólksins eftir hádegi

Kristrún ræddi við blaðamenn á eftir forsetanum og sagði að hennar mati og flestra annarra væru þrír flokkar sem hefðu náð hvað mestum árangri í kosningunum. „Það er Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins. Ég ætla núna í kjölfar þessa fundar að setja mig í samband við formann Viðreisnar og formann Flokks fólksins og boða þær á fund og í samtal núna, strax eftir hádegi til að ræða næstu skref. Ég held að það sé brýnt að við förum strax af stað í þessa vinnu.“

Kristrún bætti við að hún teldi lykilatriði hjá næstu ríkisstjórn að halda efnahagsmálunum í festu. Tryggja þyrfti áframhaldandi lækkun vaxta og verðbólgu. „Við þurfum að fara strax af stað og skapa festu.“

Trúir á þessa vegferð

Spurð hvort að hún trúi því að þessir þrír flokkar geti náð saman um þau málefni sem mesti skiptu segir Kristrún að hún sé bjartsýn. „Það er verulega mikill málefnalegur grundvöllur og samleið fyrir málefnunum í þessu samhengi. Auðvitað eru ólíkar áherslur, þess vegna erum við í sitthvorum flokkunum. En ég held að við ættum að geta náð saman um mörg stór og mikilvæg mál.“

Kristrún segir þó að það verði að ráðast á næstu dögum hvort það takist. „En ég væri ekki að fara í þessa vegferð nema ég tryði því að það gæti náð árangri. Við þurfum að setjast saman og eiga þetta samtal, og gerum það af mikilli ábyrgð og erum lausnamiðaðar.“

Hún vildi ekki upplýsa um tímaramma viðræðnanna. „Við tökum þetta einn dag í einu en við ætlum ekki að eyða alltof miklum tíma í að finna samstöðuna, hún verður að koma af sjálfu sér fyrstu dagana. Ég held að það sjái það allir landsmenn að það er ekki tími til þess að dvelja alltof lengi í þessu. Annaðhvort er málefnalegur grundvöllur eða ekki.“

Sjálf endurtók hún að hún væri jákvæð og lausnamiðuð og bætti við að það teldi hún að formenn hinna flokkanna væru einnig. „Ég held það sé ríkur vilji til að láta þetta ganga upp.“

Að lokum nefndi Kristrún að virða verði niðurstöður kosninganna, sem hún segir vera til marks um ákall um breytingar frá þjóðinni. „Þetta eru þeir þrír flokkar sem fá í rauninni sterkustu kosninguna, miðað við það sem áður var. Við eigum líka að bera virðingu fyrir því sem þjóðin vill.“

Fréttin hefur verið uppfærð.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
6
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár