Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Kristrún mun hefja viðræður við Viðreisn og Flokk fólksins

Kristrún Frosta­dótt­ir, formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hlaut stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð á Bessa­stöð­um í morg­un. Hún hyggst hefja við­ræð­ur við Við­reisn og Flokk fólks­ins strax síð­ar í dag.

Kristrún mun hefja viðræður við Viðreisn og Flokk fólksins
Kristrún kemur á fund forseta fyrr í dag. Mynd: Golli

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hefur falið Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, umboð til stjórnarmyndunar. Þetta tilkynnti forsetinn að loknum fundi þeirra tveggja að Bessastöðum í morgun. 

„Kristrún hefur tjáð mér að hún hafi nú þegar átt samtöl við formenn annarra flokka sem einnig hafa upplýst mig um að þeir séu reiðubúnir til formlegra viðræðna um myndun nýrrar ríkisstjórnar með Samfylkingunni,“ sagði forsetinn við blaðamenn.

Ræðir við Viðreisn og Flokk fólksins eftir hádegi

Kristrún ræddi við blaðamenn á eftir forsetanum og sagði að hennar mati og flestra annarra væru þrír flokkar sem hefðu náð hvað mestum árangri í kosningunum. „Það er Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins. Ég ætla núna í kjölfar þessa fundar að setja mig í samband við formann Viðreisnar og formann Flokks fólksins og boða þær á fund og í samtal núna, strax eftir hádegi til að ræða næstu skref. Ég held að það sé brýnt að við förum strax af stað í þessa vinnu.“

Kristrún bætti við að hún teldi lykilatriði hjá næstu ríkisstjórn að halda efnahagsmálunum í festu. Tryggja þyrfti áframhaldandi lækkun vaxta og verðbólgu. „Við þurfum að fara strax af stað og skapa festu.“

Trúir á þessa vegferð

Spurð hvort að hún trúi því að þessir þrír flokkar geti náð saman um þau málefni sem mesti skiptu segir Kristrún að hún sé bjartsýn. „Það er verulega mikill málefnalegur grundvöllur og samleið fyrir málefnunum í þessu samhengi. Auðvitað eru ólíkar áherslur, þess vegna erum við í sitthvorum flokkunum. En ég held að við ættum að geta náð saman um mörg stór og mikilvæg mál.“

Kristrún segir þó að það verði að ráðast á næstu dögum hvort það takist. „En ég væri ekki að fara í þessa vegferð nema ég tryði því að það gæti náð árangri. Við þurfum að setjast saman og eiga þetta samtal, og gerum það af mikilli ábyrgð og erum lausnamiðaðar.“

Hún vildi ekki upplýsa um tímaramma viðræðnanna. „Við tökum þetta einn dag í einu en við ætlum ekki að eyða alltof miklum tíma í að finna samstöðuna, hún verður að koma af sjálfu sér fyrstu dagana. Ég held að það sjái það allir landsmenn að það er ekki tími til þess að dvelja alltof lengi í þessu. Annaðhvort er málefnalegur grundvöllur eða ekki.“

Sjálf endurtók hún að hún væri jákvæð og lausnamiðuð og bætti við að það teldi hún að formenn hinna flokkanna væru einnig. „Ég held það sé ríkur vilji til að láta þetta ganga upp.“

Að lokum nefndi Kristrún að virða verði niðurstöður kosninganna, sem hún segir vera til marks um ákall um breytingar frá þjóðinni. „Þetta eru þeir þrír flokkar sem fá í rauninni sterkustu kosninguna, miðað við það sem áður var. Við eigum líka að bera virðingu fyrir því sem þjóðin vill.“

Fréttin hefur verið uppfærð.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vegir sem valda banaslysum
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Veg­ir sem valda bana­slys­um

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Haldor­sen í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár