Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Grænmetisræktunin heltók lífið

„Það var lít­il jörð til sölu í minni heima­byggð sem ég ákvað að stökkva á, fór í Garð­yrkju­skól­ann og lærði líf­ræna rækt­un,“ seg­ir El­ín­borg Erla Ás­geirs­dótt­ir græn­met­is­bóndi. Síð­an ár­ið 2015 hef­ur rækt­un­in, sem þó næg­ir ekki til þess að borga alla reikn­inga, átt hug henn­ar all­an.

Grænmetisræktunin heltók lífið
Bóndinn Elínborg hefur verið á fullu í grænmetisræktun síðan hún keypti jörðina árið 2015.

Það kennir ýmissa grasa í Breiðagerði í Skagafirði en þar býr grænmetisbóndinn Elínborg Erla Ásgeirsdóttir. Elínborg keypti jörðina árið 2015 og hefur verið að vinna í því síðan þá að byggja upp  búskapinn ásamt því að sinna vöruþróun. Þrátt fyrir að alast upp í sveit hafði Elínborg engan áhuga á hefðbundnum búskap, heldur skellti hún sér í garðyrkjuskóla og stundar lífræna ræktun á jörð sinni.  Hún lætur ekki þar við sitja heldur sinnir hún einnig formennsku í hagsmunasamtökunum Vor, en  það eru samtök lífrænna ræktenda og framleiðenda.  

„Ég vann á sínum tíma í tvö haust hjá Akurseil og kynntist þar í fyrsta skipti útiræktun og það var  gott að sjá hvað þau voru búin að byggja mikið upp þar með afar lítilli yfirbyggingu. Það kveikti í  mér að skoða eitthvað annað og fleira en að fara bara í sama búskap og nágranninn er að gera. Ég er alin upp í …

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Það er vonandi að þetta gangi sem best, jákvætt að einhverjir séu að spreyta sig á lífrænni ræktun. En til þess að svona gangi þá verðum við að kaupa afurðirnar, þetta liggur hjá okkur neytendum.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár