Það kennir ýmissa grasa í Breiðagerði í Skagafirði en þar býr grænmetisbóndinn Elínborg Erla Ásgeirsdóttir. Elínborg keypti jörðina árið 2015 og hefur verið að vinna í því síðan þá að byggja upp búskapinn ásamt því að sinna vöruþróun. Þrátt fyrir að alast upp í sveit hafði Elínborg engan áhuga á hefðbundnum búskap, heldur skellti hún sér í garðyrkjuskóla og stundar lífræna ræktun á jörð sinni. Hún lætur ekki þar við sitja heldur sinnir hún einnig formennsku í hagsmunasamtökunum Vor, en það eru samtök lífrænna ræktenda og framleiðenda.
„Ég vann á sínum tíma í tvö haust hjá Akurseil og kynntist þar í fyrsta skipti útiræktun og það var gott að sjá hvað þau voru búin að byggja mikið upp þar með afar lítilli yfirbyggingu. Það kveikti í mér að skoða eitthvað annað og fleira en að fara bara í sama búskap og nágranninn er að gera. Ég er alin upp í …
Athugasemdir (1)