Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Stofnandi Viðreisnar segir ólíklegt að flokkurinn vilji starfa með Miðflokknum

For­menn þeirra flokka sem komust á þing gengu á fund for­seta fyrr í dag. Lík­legt þyk­ir að Kristrún Frosta­dótt­ir, formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hljóti stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð­ið. Bene­dikt Jó­hann­es­son, stofn­andi og fyrr­ver­andi formað­ur Við­reisn­ar, seg­ir ólík­legt að Við­reisn eða Sam­fylk­ing­in vilji starfa með Mið­flokkn­um.

Stofnandi Viðreisnar segir ólíklegt að flokkurinn vilji starfa með Miðflokknum
Formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín fór á fund forseta fyrr í dag. Mynd: Golli

Nú veltir alþjóð fyrir sér hvernig ríkisstjórn muni verða til eftir alþingiskosningarnar sem fóru fram um helgina. Í dag fundaði Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, með formönnum þeirra flokka sem náðu mönnum inn á þing. 

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, lögðu það bæði til við forsetann að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, fengi umboð til stjórnarmyndunar. Samfylkingin er nú stærsti flokkurinn á alþingi, með 15 þingmenn og 20,8 prósent atkvæða.

Inga Sæland fór á Bessastaði í dag.

Gott samband Viðreisnar og Samfylkingar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, mælti einnig með því að Kristrún fengi umboðið en hún sagði að samband þeirra tveggja væri mjög gott. „Við ætl­um að reyna von­andi að mynda sterka og sam­henta rík­is­stjórn,“ sagði Þorgerður Katrín í samtali við mbl.is, þar sem húb var stödd við Bessastaði.

Með hliðsjón af þessum ummælum Þorgerðar Katrínar mætti leiða að því líkur að fyrst verði reynt að mynda ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. En Kristrún hefur áður svo gott sem útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokki og Miðflokki, sem annars gætu komið í stað Flokks fólksins í mögulegri ríkisstjórnarmyndun.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við fjölmiðla á Bessastöðum að hann væri ekki á leiðinni í ríkisstjórn. Ákallið væri um stjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins.

Kristrún fór fyrst formanna á fund forsetans.

Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi ráðherra og stofnandi Viðreisnar, spáði í spilin um mögulegar meirihlutastjórnir á Facebook fyrr í dag. Þar segir hann að mjög ólíklegt sé að Samfylkingin eða Viðreisn muni vilja starfa með Miðflokknum og því sleppir hann því að leggja mat á þær sviðsmyndir.

Að mati Benedikts eru sex mögulegar stjórnir í stöðunni.

„Varla langlíf“

Sú fyrsta sem hann nefnir er stjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Sú myndi hafa 36 þingmenn. „Sú stjórn yrði erfið, en kannski ekki útilokuð. Spurningin er hvort Flokkur fólksins sé stjórntækur. Þingmenn flokksins eru þekktir fyrir glannalegar yfirlýsingar, til dæmis um lög á Seðlabankann til þess að lækka vexti. Yfirlýsingagleði er ekki vænleg uppskrift að farsælu sambandi og fýla er ekki gott stjórntæki,“ skrifar Benedikt.  

Þá bendir hann á að kröfur Flokks fólksins séu dýrar og erfitt sé að hrinda þeim í framkvæmd með ríkissjóð í 70 milljarða halla. Þá hafi Viðreisn lýst því yfir að ná eigi saman í ríkisfjármálum og ekki hækka skatta. „Þetta er samt eina stjórnarmynstrið þar sem von gæti verið um breytingar. Varla langlíf stjórn,“ skrifar hann.

Samfylking og Sjálfstæðisflokkur 

Annar möguleiki sem Benedikt nefnir er stjórn Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar sem hefði 40 þingmenn. „Þetta gæti orðið þrautalendingin, en þetta væri eiginlega framlenging á núverandi stjórn, eins konar starfstjórn þar sem ekki yrðu teknar neina afgerandi ákvarðanir nema hugsanlega virkjanamál. Yrði kallað stöðugleikastjórn, en stöðugleikinn fælist aðallega í ráðherrastólunum,“ skrifar Benedikt.

Þá gætu Samfylking, Sjálfstæðisflokkur og Flokkur fólksins myndað stjórn með 36 þingmönnum. Benedikt þykir þó líklegra að ef Sjálfstæðisflokkur og Samfylking næðu saman þá myndu þeir mynda stjórn með Viðreisn, frekar en Flokki fólksins.

Þá væri mögulegt að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur gætu myndað stjórn með Framsókn. Það væru samtals 34 þingmenn. „Líklegri kostur en Flokkur fólksins, en það yrði erfitt fyrir samfylkingu að fara í stjórn með þessum tveimur flokkum,“ skrifar Benedikt.

Sjálfstæðisflokkur og Flokkur fólksins 

Síðustu tveir möguleikarnir væru annars vegar Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Flokkur fólksins og hins vegar Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins og Miðflokkur. 

Benedikt segir að fyrra mynstrið muni sennilega koma mjög seint upp og það sé vandséð um hvað sú stjórn yrði mynduð. Seinni kosturinn sé möguleiki. „En með tvo kvika þingflokka og minnsta meirihluta [32]; þorir Sjálfstæðisflokkurinn að fara í slíkt ævintýri?“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár