Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, hittir alla formenn flokkanna sem komust inn á þing á morgun og fundar með þeim. Þetta kom fram í tilkynningu frá henni á Facebook þar sem hún fagnaði fullveldisdegi Íslendinga sem er í dag.
„Hyggst ég á morgun funda með formönnum allra flokka sem sæti eiga á þingi með það fyrir augum að taka afstöðu til veitingar stjórnarmyndunarumboðs. Við skulum gefa því ferli þann tíma og svigrúm sem nauðsyn krefur,“ skrifaði forsetinn.
Athugasemdir