Gunnar Bragi Sveinsson nær ekki kjöri fyrir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi. Aftur á móti kemur Karl Gauti Hjaltason aftur inn fyrir flokkinn í Suðurkjördæmi. Þeir tveir féllu af þingi eftir að Klausturmálið kom upp.
Miðflokkurinn uppskar minna en spáð var um í skoðanakönnunum en Gunnar Bragi sat í öðru sæti í Norðvesturkjördæmi.
Miðflokkurinn bætir við sig fimm þingmönnum og er því með átta þingmenn á landinu öllu. Þeir enduðu í tólf prósentum, sem er á pari við síðustu kannanir fyrir kosningar.
Gunnar Bragi og Karl Gauti voru á Klausturbarnum þegar samtal þeirra var hljóðritað og þjóð ofbauð. Það varð til þess að þjóðin hafnaði flokknum í kosningunum á eftir út af hegðun þingmannanna. Þrír Klausturmenn eru því á þingi, þeir Karl Gauti, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason. Annað Klausturfólk er þegar fallið af þingi.
Athugasemdir (1)