Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Gunnar Bragi úti - einn Klausturmaður nær inn

Þrír þing­menn sem sátu að sumbli á Klaust­ur­barn­um forð­um eru nú á þingi. Gunn­ar Bragi Sveins­son hafði þó ekki er­indi sem erf­iði.

Gunnar Bragi úti - einn Klausturmaður nær inn
Gunnar Bragi náði ekki kjöri. Félagi hans, Karl Gauti er inni. Mynd: Miðflokkurinn

Gunnar Bragi Sveinsson nær ekki kjöri fyrir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi. Aftur á móti kemur Karl Gauti Hjaltason aftur inn fyrir flokkinn í Suðurkjördæmi. Þeir tveir féllu af þingi eftir að Klausturmálið kom upp.

Miðflokkurinn uppskar minna en spáð var um í skoðanakönnunum en Gunnar Bragi sat í öðru sæti í Norðvesturkjördæmi.

Miðflokkurinn bætir við sig fimm þingmönnum og er því með átta þingmenn á landinu öllu. Þeir enduðu í tólf prósentum, sem er á pari við síðustu kannanir fyrir kosningar.

Gunnar Bragi og Karl Gauti voru á Klausturbarnum þegar samtal þeirra var hljóðritað og þjóð ofbauð. Það varð til þess að þjóðin hafnaði flokknum í kosningunum á eftir út af hegðun þingmannanna. Þrír Klausturmenn eru því á þingi, þeir Karl Gauti, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason. Annað Klausturfólk er þegar fallið af þingi.

 

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Magnea Einarsdóttir skrifaði
    Má ekki kalla þá áfram Klausturdóna .... dónakallar voru þeir og dónakallar eru þeir
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár