Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Gunnar Bragi úti - einn Klausturmaður nær inn

Þrír þing­menn sem sátu að sumbli á Klaust­ur­barn­um forð­um eru nú á þingi. Gunn­ar Bragi Sveins­son hafði þó ekki er­indi sem erf­iði.

Gunnar Bragi úti - einn Klausturmaður nær inn
Gunnar Bragi náði ekki kjöri. Félagi hans, Karl Gauti er inni. Mynd: Miðflokkurinn

Gunnar Bragi Sveinsson nær ekki kjöri fyrir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi. Aftur á móti kemur Karl Gauti Hjaltason aftur inn fyrir flokkinn í Suðurkjördæmi. Þeir tveir féllu af þingi eftir að Klausturmálið kom upp.

Miðflokkurinn uppskar minna en spáð var um í skoðanakönnunum en Gunnar Bragi sat í öðru sæti í Norðvesturkjördæmi.

Miðflokkurinn bætir við sig fimm þingmönnum og er því með átta þingmenn á landinu öllu. Þeir enduðu í tólf prósentum, sem er á pari við síðustu kannanir fyrir kosningar.

Gunnar Bragi og Karl Gauti voru á Klausturbarnum þegar samtal þeirra var hljóðritað og þjóð ofbauð. Það varð til þess að þjóðin hafnaði flokknum í kosningunum á eftir út af hegðun þingmannanna. Þrír Klausturmenn eru því á þingi, þeir Karl Gauti, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason. Annað Klausturfólk er þegar fallið af þingi.

 

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Magnea Einarsdóttir skrifaði
    Má ekki kalla þá áfram Klausturdóna .... dónakallar voru þeir og dónakallar eru þeir
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár