Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Sögulegur ósigur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks

Bæði Sjálf­stæðs­flokk­ur­inn og Fram­sókn fengu skell í kosn­ing­un­um og hafa ekki feng­ið svo laka út­komu nokk­urn­tím­ann.

Sögulegur ósigur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks
Leiðtogar stjórnmálaflokkanna brugðust við niðurstöðum kosninganna í nótt. Þar var Bjarni nokkuð bjartsýnn en Sigurður Ingi sagði flokksins bíða samtal um niðurstöðu kosninganna. Mynd: Golli

Sögulegur ósigur Sjálfstæðisflokksins er orðinn að staðreynd. Flokkurinn mælist með undir tuttugu prósenta fylgi eftir að talningu er að mestu lokið. Það er versti árangur Sjálfstæðisflokksins í sögunni. Lægst hefur flokkurinn farið í 23,7 prósent árið 2009, rétt eftir hrun. Flokkurinn nær núna fjórtán þingmönnum og missir tvo. Flokkurinn er umtalsvert hærri en kannanir spáðu fyrir um lengst af.

Framsóknarflokkurinn fer einnig niður í sögulegar lægðir í fylgi sínu og mælist með 7,2 prósent og fimm þingmenn. Það er versti árangur flokksins, en lægst fór hann árið 2017 í um tíu prósent. Jöfnunarmanna-hringekjan varð til þess að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, er fallinn af þingi.

Á pari við hrun vinstri stjórnarinnar

Stjórnarflokkarnir bíða afhroð og hefur ekki slíkur ósigur sést síðan vinstri stjórnin fór frá í kjölsogi hrunsins árið 2013. Alls missti stjórnin nú átján þingsæti. Samanlagt, eins og tölur standa nú, misstu stjórnarflokkarnir um 25 prósent af fylgi sínu. Stuðningsmenn Framsóknar og VG voru óvægnir og svo virðist sem þeir tveir flokkar hafi tekið á sig helstu vonbrigði stuðningsmanna sinna. Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega fimm prósent af fylgi sínu á meðan hinir flokkarnir tveir missa tíu prósent hvor.

Stórsigur Samfylkingarinnar

VG og Píratar eru fallnir af Alþingi. Þá er fylgi VG svo lágt eins og sakir standa að það stefnir í að flokkurinn nái ekki 2,5 prósentu markinu, sem er lágmark til þess að hljóta styrk úr ríkissjóði.

Á móti áttu Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins stórsigur. Miðflokkurinn uppskar ekki eins og hann sáði í skoðanakönnunum þar sem hann fórst hæst upp í sautján prósent. Flokksmenn Miðflokksins geta þó ekki kvartað þar sem þeir bættu við sig rétt tæpum sex prósentum og eru nú með átta þingmenn en voru aðeins með tvo.

Samfylkingin er á svipuðu róli og skoðanakannanir sýndu og fær 21,8 prósent samkvæmt spá Heimildarinnar og mun bæta við sig níu þingmönnum. Alls er flokkurinn með fimmtán þingmenn.

Viðreisn er með ellefu þingmenn og rétt tæplega 16 prósenta fylgi.

Fáir valmöguleikar fyrir stjórnarmyndun

Þegar kemur að myndun meirihluta er ljóst eins og sakir standa að Framsókn, Viðreisn og Samfylking geta ekki myndað með sér meirihluta. Þau vantar einn mann upp á. Flokkur fólksins, Samfylkingin og Viðreisn geta myndað nokkuð sterkan meirihluta, eða 36 þingmanna ríkisstjórn. Önnur mynstur eru möguleg en virðast ólíklegri út frá niðurstöðum kosninganna.



Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár