Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Næstmesta tap ríkisstjórnar í Íslandssögunni

Sam­an­lagt fylg­istap þeirra flokka sem mynd­uðu síð­ustu rík­is­stjórn - Vinstri grænna, Fram­sókn­ar og Sjálf­stæð­is­flokks - var það næst­mesta í Ís­lands­sög­unni. Ís­lands­met­ið á hin svo­kall­aða Hrun­stjórn sem tap­aði 28% á kjör­tíma­bil­inu.

Næstmesta tap ríkisstjórnar í Íslandssögunni
Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, Sigurður Ingi Jóhannesson, formaður Framsóknar, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks. Samanlagt tap flokka þeirra frá síðustu kosningum er það næstmesta í sögunni þegar kemur að tapi ríkisstjórna. Mynd: Davíð Þór

„Það kostar að sitja í ríkistjórn,“ sagði Bogi Ágústsson fréttamaður í kosningasjónvarpi RUV í morgunsárið þar sem þeir Ólafur Þ. Harðarsson stjórnmálaprófessor fóru yfir afdrif ríkisstjórna á Íslandi þegar kemur að tapi og sigrum eftir kjörtímabilið. Ólafur tók undir með Boga og talaði um „fórnarkostnað“ þess að sitja í ríkisstjórn.

Enn er verið að telja atkvæði en ljóst er að Vinstri græn eru fallin af þingi. Þá hefur Framsókn einnig tapað miklu. Sjálfstæðisflokkur tapar einnig en þó minna en hinir tveir flokkarnir sem voru með honum í ríkisstjórn. Miðað við stöðuna þegar þessar línur eru skrifaðar tapa Vinstri græn öllum sínum 8 þingmönnum, Framsókn tapar 8 en nær 5 þingmönnum inn, og Sjálfstæðisflokkur tapar 3 þingmönnum en nær inn 13.

Eftir þingkosningarnar 2021 voru ríkisstjórnarflokkarnir samtals með 54,3% fylgi; Sjálfstæðisflokkurinn var með 24,4% fylgi, Framsókn með 17,3% og Vinstri græn með 12,6%. Þeir höfðu þá saman bætt eilítið við sig síðan þeir mynduðu saman fyrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur eftir kosningarnar 2017.

Í umræðum Ólafs og Boga kom fram að á kjörtímabilinu hafi stuðningur við þessa fyrri ríkisstjórn Katrínar minnkað „en svo kom Covid og þá rýkur stuðningsmannatalan upp,“ sagði Ólafur og benti á að þetta hafi verið eina ríkisstjórn Íslands frá árinu 2007 sem hélt velli í kosningum, og hún hafi meira að segja verið búin að bæta aðeins við fylgið þegar þessir þrír flokkar ákváðu að halda samstarfinu áfram og mynduðu seinni ríkisstjórn Katrínar árið 2021. „Það er svo skýrt á þessu, fórnarkostnaðurinn við að vera í ríkisstjórn,“ sagði Ólafur.

Sem kunnugt er sagði Katrín af sér sem forsætisráðherra fyrr á þessu ári þegar hún ákvað að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands, og hætti hún þá sömuleiðis sem formaður Vinstri grænna. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók þá við forsætisráðherraembættinu. Þegar Bjarni síðan rauf þing í október ákváðu ráðherrar Vinstri grænna að halda ekki áfram í starfsstjórn fram að þingkosningunum, sem fram fóru í gær.  Í tölum Ólafs og Boga miðað við fylgi þeirra þriggja flokka sem mynduðu ríkisstjórn í upphafi kjörtímabilsins og hvernig niðurstaðan var hjá þeim þegar talið var upp úr kjörkössunum nú. 

Undir greiningu Ólafs og Boga var varpað upp grafík sem sýndi tap og sigra ríkisstjórnarflokka á Íslandi frá kosningunum 1931. Samkvæmt þeim tölum töpuðu ríkisstjórnarflokkarni nú samtals 24% frá því þeir voru kjörnir 2021. „Fráfarandi stjórn er með næstmesta tap Íslandssögunnar,“ sagði Ólafur. Ríkisstjórnin - eða flokkarnir sem hana mynduðu - sem ýmist hefur verið kölluð Jóhönnustjórnin eða Hrunstjórnin, og tók við stjórnartaumunum eftir bankahrunið, tapaði 28% í kosningunum 2013.

Ólafur benti á að tilhneiging ríkisstjórna til að tapa fylgi frekar en hitt væri þó ekki bundin við Ísland heldur hefði þetta verið tilhneigingin, allt frá seinni heimsstyrjöld, í flestum ríkjum vestur Evrópu. Þessi tilhneiging hafi síðan ágerst á síðari árum „og við sjáum það allt í kring um okkur, í löndunum, að það er mjög algengt að ríkisstjórnir séu að tapa, og tapa illa,“ sagði Ólafur.

Hér má nálgast tölfræði um kosningarnar með nýjustu upplýsingum í grafískri framsetningu á vef Heimildarinnar.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu