Næstmesta tap ríkisstjórnar í Íslandssögunni

Sam­an­lagt fylg­istap þeirra flokka sem mynd­uðu síð­ustu rík­is­stjórn - Vinstri grænna, Fram­sókn­ar og Sjálf­stæð­is­flokks - var það næst­mesta í Ís­lands­sög­unni. Ís­lands­met­ið á hin svo­kall­aða Hrun­stjórn sem tap­aði 28% á kjör­tíma­bil­inu.

Næstmesta tap ríkisstjórnar í Íslandssögunni
Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, Sigurður Ingi Jóhannesson, formaður Framsóknar, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks. Samanlagt tap flokka þeirra frá síðustu kosningum er það næstmesta í sögunni þegar kemur að tapi ríkisstjórna. Mynd: Davíð Þór

„Það kostar að sitja í ríkistjórn,“ sagði Bogi Ágústsson fréttamaður í kosningasjónvarpi RUV í morgunsárið þar sem þeir Ólafur Þ. Harðarsson stjórnmálaprófessor fóru yfir afdrif ríkisstjórna á Íslandi þegar kemur að tapi og sigrum eftir kjörtímabilið. Ólafur tók undir með Boga og talaði um „fórnarkostnað“ þess að sitja í ríkisstjórn.

Enn er verið að telja atkvæði en ljóst er að Vinstri græn eru fallin af þingi. Þá hefur Framsókn einnig tapað miklu. Sjálfstæðisflokkur tapar einnig en þó minna en hinir tveir flokkarnir sem voru með honum í ríkisstjórn. Miðað við stöðuna þegar þessar línur eru skrifaðar tapa Vinstri græn öllum sínum 8 þingmönnum, Framsókn tapar 8 en nær 5 þingmönnum inn, og Sjálfstæðisflokkur tapar 3 þingmönnum en nær inn 13.

Eftir þingkosningarnar 2021 voru ríkisstjórnarflokkarnir samtals með 54,3% fylgi; Sjálfstæðisflokkurinn var með 24,4% fylgi, Framsókn með 17,3% og Vinstri græn með 12,6%. Þeir höfðu þá saman bætt eilítið við sig síðan þeir mynduðu saman fyrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur eftir kosningarnar 2017.

Í umræðum Ólafs og Boga kom fram að á kjörtímabilinu hafi stuðningur við þessa fyrri ríkisstjórn Katrínar minnkað „en svo kom Covid og þá rýkur stuðningsmannatalan upp,“ sagði Ólafur og benti á að þetta hafi verið eina ríkisstjórn Íslands frá árinu 2007 sem hélt velli í kosningum, og hún hafi meira að segja verið búin að bæta aðeins við fylgið þegar þessir þrír flokkar ákváðu að halda samstarfinu áfram og mynduðu seinni ríkisstjórn Katrínar árið 2021. „Það er svo skýrt á þessu, fórnarkostnaðurinn við að vera í ríkisstjórn,“ sagði Ólafur.

Sem kunnugt er sagði Katrín af sér sem forsætisráðherra fyrr á þessu ári þegar hún ákvað að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands, og hætti hún þá sömuleiðis sem formaður Vinstri grænna. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók þá við forsætisráðherraembættinu. Þegar Bjarni síðan rauf þing í október ákváðu ráðherrar Vinstri grænna að halda ekki áfram í starfsstjórn fram að þingkosningunum, sem fram fóru í gær.  Í tölum Ólafs og Boga miðað við fylgi þeirra þriggja flokka sem mynduðu ríkisstjórn í upphafi kjörtímabilsins og hvernig niðurstaðan var hjá þeim þegar talið var upp úr kjörkössunum nú. 

Undir greiningu Ólafs og Boga var varpað upp grafík sem sýndi tap og sigra ríkisstjórnarflokka á Íslandi frá kosningunum 1931. Samkvæmt þeim tölum töpuðu ríkisstjórnarflokkarni nú samtals 24% frá því þeir voru kjörnir 2021. „Fráfarandi stjórn er með næstmesta tap Íslandssögunnar,“ sagði Ólafur. Ríkisstjórnin - eða flokkarnir sem hana mynduðu - sem ýmist hefur verið kölluð Jóhönnustjórnin eða Hrunstjórnin, og tók við stjórnartaumunum eftir bankahrunið, tapaði 28% í kosningunum 2013.

Ólafur benti á að tilhneiging ríkisstjórna til að tapa fylgi frekar en hitt væri þó ekki bundin við Ísland heldur hefði þetta verið tilhneigingin, allt frá seinni heimsstyrjöld, í flestum ríkjum vestur Evrópu. Þessi tilhneiging hafi síðan ágerst á síðari árum „og við sjáum það allt í kring um okkur, í löndunum, að það er mjög algengt að ríkisstjórnir séu að tapa, og tapa illa,“ sagði Ólafur.

Hér má nálgast tölfræði um kosningarnar með nýjustu upplýsingum í grafískri framsetningu á vef Heimildarinnar.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Allt útlit fyrir sex flokka á Alþingi í fyrsta sinn frá 2013
StjórnmálAlþingiskosningar 2024

Allt út­lit fyr­ir sex flokka á Al­þingi í fyrsta sinn frá 2013

Nær út­séð virð­ist um að Pírat­ar, Vinstri græn og Sósí­al­ist­ar nái kjörn­um full­trúa á Al­þingi, sam­kvæmt fyrstu töl­um úr öll­um kjör­dæm­um. Bæði Vinstri græn og Pírat­ar eru miklu nær því að falla und­ir 2,5 pró­senta þrösk­uld­inn sem trygg­ir stjórn­mála­sam­tök­um fjár­stuðn­ing frá rík­inu en 5 pró­senta þrösk­uld­inn sem trygg­ir flokk­um jöfn­un­ar­þing­menn.

Mest lesið

Fólkið sem nær kjöri - samkvæmt þingmannaspá
1
ÚttektAlþingiskosningar 2024

Fólk­ið sem nær kjöri - sam­kvæmt þing­manna­spá

Þing­manna­spá dr. Bald­urs Héð­ins­son­ar og Heim­ild­ar­inn­ar bygg­ir á fylgi fram­boða á landsvísu í nýj­ustu kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar, auk þess sem til­lit er tek­ið til styrks fram­boða í mis­mun­andi kjör­dæm­um. Fram­kvæmd­ar eru 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ing­ar þar sem flökt er á fylgi og fyr­ir hverja nið­ur­stöðu er þing­sæt­um út­hlut­að, kjör­dæma- og jöfn­un­ar­þing­sæt­um.
Efnahagslegar afleiðingar kosninga:  Halló aftur, Trump
4
Greining

Efna­hags­leg­ar af­leið­ing­ar kosn­inga: Halló aft­ur, Trump

Arf­leifð Don­alds Trump frá fyrra kjör­tíma­bili seg­ir ekki mik­ið til um áhrif umbreyt­inga sem hann hygg­ur á nú á því næsta. Vænt­ing­ar kjós­enda hans eru lík­lega ekki al­veg þær sömu og millj­arða­mær­ing­anna sem einnig komu hon­um til valda að nýju. Hér er far­ið yf­ir stöð­una í al­þjóð­legu og póli­tísku sam­hengi ein­um degi fyr­ir okk­ar eig­in kosn­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
5
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu