Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Mögulegar meirihlutastjórnir miðað við stöðuna

Þeg­ar tæp­lega hundrað þús­und at­kvæði hafa ver­ið tal­in er hægt að hefja sam­kvæm­is­leik um mögu­leg­ar meiri­hluta­stjórn­ir. Minnsta mögu­lega meiri­hluta­stjorn þarf 32 þing­menn. Nokkr­ir kost­ir eru í stöð­unni.

Mögulegar meirihlutastjórnir miðað við stöðuna
Á Alþingi sitja 63 þingmenn. Allt stefnir í að sex flokkar sitji á þingi á komandi kjörtímabili en á því síðasta voru þeir átta. Mynd: Wikimedia / Zinneke (CC license) D'Gebai vum Alþingi, dem islännesche Parlament

Nokkrir möguleikar blasa við þegar kemur að myndun nýrrar ríkisstjórnar en allir byggjast þeir á forsendunni á að þingmenn hennar nái meirihluta á þingi, þar sem þingmennirnir eru 63.

Tekið skal fram að enn stendur talning yfir og þetta er því fyrst og fremst samkvæmisleikur á þessari stundu, og er hér byggt á tölfræði en ekki málefnum. Til að ná meirihluta þarf minnst 32 þingmenn.

Miðað við stöðuna gætu Samfylking, Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn myndað meirihluta með 41 þingmanni. Þá gætu Samfylking og Viðreisn einnig myndað meirihluta með Flokki fólksins, með alls 36 þingmenn. 

Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Miðflokkurinn gætu sömuleiðis myndað 33 þingmanna meirihluta.

Allir ofangreindir möguleikar miða við þriggja flokka stjórn.

Einnig er í stöðunni að Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, Miðflokkur og Framsókn myndi meirihluta með 36 þingmönnum.  Þarna er um fjóra flokka að ræða sem gera má ráð fyrir að geti flækt stjórnarmyndunarviðræður enn meira en þegar um er að ræða þrjá flokka.

Hér má nálgast tölfræði í rauntíma með nýjustu upplýsingum í grafískri framsetningu á vef Heimildarinnar.

Einn möguleiki til viðbótar er í stöðunni þegar kemur að þriggja flokka stjórn, miðað við stöðuna á fjórða tímanum aðfararnótt 1. desember. Þetta er meirihluti Samfylkingar, Viðreisnar og Framsóknar. Þessir flokkar gætu myndað meirihluta með 32 þingmönnum en það þarf einmitt 32 til að ná meirihluta. Með þann þingmannafjölda má þó lítið sem ekkert koma upp í samstarfinu því meirihlutinn væri fallinn við atkvæðagreiðslu á þingi þó aðeins einn þingmaður væri á móti því sem viðkomandi ríkisstjórn vildi ná fram.

Þegar þetta er birt hafa verið talin yfir 98 þúsund atkvæði en á kjörskrá eru rúmlega 268 þúsund. 

Samkvæmt tölum sem nú hafa borist úr öllum kjördæmum eru yfirgnæfandi líkur á að stjórnmálaflokkum sem eiga sæti á Alþingi fækki úr átta í sex, að bæði Píratar og Vinstri græn falli af þingi og til viðbótar, að Sósíalistaflokkurinn fái engan þingmann kjörinn. 

Þetta kemur til með að breyta landslaginu á þinginu töluvert, en flokkar á Alþingi hafa verið átta talsins frá árinu 2017. Síðast náðu einungis sex flokkar kjöri í alþingiskosningunum árið 2013.

Eins og Heimildin greindi frá í kvöld tók Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, jákvætt í hugmynd um ríkisstjórn með Samfylkingunni í beinni útsendingu í kosningasjónvarpi RÚV í nótt. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sem vinnur stórsigur í kosningunum, lýsti efasemdum um ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki. 

Þegar þáttarstjórnandi Ríkisútvarpsins, Sigríður Hagalín Björnsdóttir, bað Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, og Kristrúnu Frostadóttur, um viðbrögð við orðum Ingu, þagði Þorgerður, en Kristrún svaraði og hló: „Við erum ekkert að fara að mynda hérna ríkisstjórn í beinni útsendingu.“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir svaraði því til að „nóttin væri ung“ en lagði ekki mat á ríkisstjórn með Samfylkingu og Flokki fólksins. Hún lagði almennt áherslu á samhenta ríkisstjórn í orðum sínum á kosninganótt.

Kristrún varaði við ríkisstjórn „með alltof breitt litróf“. „Við verðum að fá samstíga ríkisstjórn og það verður lykilatriði ef við förum í stjórnarmyndunarviðræður,“ sagði Kristrún.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
5
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár