Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Næstmesta tap ríkisstjórnar í Íslandssögunni

Sam­an­lagt fylg­istap þeirra flokka sem mynd­uðu síð­ustu rík­is­stjórn - Vinstri grænna, Fram­sókn­ar og Sjálf­stæð­is­flokks - var það næst­mesta í Ís­lands­sög­unni. Ís­lands­met­ið á hin svo­kall­aða Hrun­stjórn sem tap­aði 28% á kjör­tíma­bil­inu.

Næstmesta tap ríkisstjórnar í Íslandssögunni
Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, Sigurður Ingi Jóhannesson, formaður Framsóknar, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks. Samanlagt tap flokka þeirra frá síðustu kosningum er það næstmesta í sögunni þegar kemur að tapi ríkisstjórna. Mynd: Davíð Þór

„Það kostar að sitja í ríkistjórn,“ sagði Bogi Ágústsson fréttamaður í kosningasjónvarpi RUV í morgunsárið þar sem þeir Ólafur Þ. Harðarsson stjórnmálaprófessor fóru yfir afdrif ríkisstjórna á Íslandi þegar kemur að tapi og sigrum eftir kjörtímabilið. Ólafur tók undir með Boga og talaði um „fórnarkostnað“ þess að sitja í ríkisstjórn.

Enn er verið að telja atkvæði en ljóst er að Vinstri græn eru fallin af þingi. Þá hefur Framsókn einnig tapað miklu. Sjálfstæðisflokkur tapar einnig en þó minna en hinir tveir flokkarnir sem voru með honum í ríkisstjórn. Miðað við stöðuna þegar þessar línur eru skrifaðar tapa Vinstri græn öllum sínum 8 þingmönnum, Framsókn tapar 8 en nær 5 þingmönnum inn, og Sjálfstæðisflokkur tapar 3 þingmönnum en nær inn 13.

Eftir þingkosningarnar 2021 voru ríkisstjórnarflokkarnir samtals með 54,3% fylgi; Sjálfstæðisflokkurinn var með 24,4% fylgi, Framsókn með 17,3% og Vinstri græn með 12,6%. Þeir höfðu þá saman bætt eilítið við sig síðan þeir mynduðu saman fyrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur eftir kosningarnar 2017.

Í umræðum Ólafs og Boga kom fram að á kjörtímabilinu hafi stuðningur við þessa fyrri ríkisstjórn Katrínar minnkað „en svo kom Covid og þá rýkur stuðningsmannatalan upp,“ sagði Ólafur og benti á að þetta hafi verið eina ríkisstjórn Íslands frá árinu 2007 sem hélt velli í kosningum, og hún hafi meira að segja verið búin að bæta aðeins við fylgið þegar þessir þrír flokkar ákváðu að halda samstarfinu áfram og mynduðu seinni ríkisstjórn Katrínar árið 2021. „Það er svo skýrt á þessu, fórnarkostnaðurinn við að vera í ríkisstjórn,“ sagði Ólafur.

Sem kunnugt er sagði Katrín af sér sem forsætisráðherra fyrr á þessu ári þegar hún ákvað að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands, og hætti hún þá sömuleiðis sem formaður Vinstri grænna. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók þá við forsætisráðherraembættinu. Þegar Bjarni síðan rauf þing í október ákváðu ráðherrar Vinstri grænna að halda ekki áfram í starfsstjórn fram að þingkosningunum, sem fram fóru í gær.  Í tölum Ólafs og Boga miðað við fylgi þeirra þriggja flokka sem mynduðu ríkisstjórn í upphafi kjörtímabilsins og hvernig niðurstaðan var hjá þeim þegar talið var upp úr kjörkössunum nú. 

Undir greiningu Ólafs og Boga var varpað upp grafík sem sýndi tap og sigra ríkisstjórnarflokka á Íslandi frá kosningunum 1931. Samkvæmt þeim tölum töpuðu ríkisstjórnarflokkarni nú samtals 24% frá því þeir voru kjörnir 2021. „Fráfarandi stjórn er með næstmesta tap Íslandssögunnar,“ sagði Ólafur. Ríkisstjórnin - eða flokkarnir sem hana mynduðu - sem ýmist hefur verið kölluð Jóhönnustjórnin eða Hrunstjórnin, og tók við stjórnartaumunum eftir bankahrunið, tapaði 28% í kosningunum 2013.

Ólafur benti á að tilhneiging ríkisstjórna til að tapa fylgi frekar en hitt væri þó ekki bundin við Ísland heldur hefði þetta verið tilhneigingin, allt frá seinni heimsstyrjöld, í flestum ríkjum vestur Evrópu. Þessi tilhneiging hafi síðan ágerst á síðari árum „og við sjáum það allt í kring um okkur, í löndunum, að það er mjög algengt að ríkisstjórnir séu að tapa, og tapa illa,“ sagði Ólafur.

Hér má nálgast tölfræði um kosningarnar með nýjustu upplýsingum í grafískri framsetningu á vef Heimildarinnar.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.
Harvard tekur afstöðu gegn Trump – milljarða fjármögnun skólans fryst
6
Erlent

Har­vard tek­ur af­stöðu gegn Trump – millj­arða fjár­mögn­un skól­ans fryst

Virt­asti há­skóli Banda­ríkj­anna, Har­vard, tefldi millj­örð­um dala í rík­is­stuðn­ingi í tví­sýnu þeg­ar hann hafn­aði víð­tæk­um kröf­um rík­is­stjórn­ar Don­alds Trump. Kröf­urn­ar voru sagð­ar gerð­ar til þess að sporna við gyð­inga­h­atri á há­skóla­svæð­um. Kröf­urn­ar snúa að stjórn­ar­hátt­um, ráðn­ing­um og inn­töku­ferli skól­ans.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
6
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár