Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Endurskoðendur grunaðir um ljúgvitni og stefnt að því að kæra Þórð Má

End­ur­skoð­end­urn­ir Helgi F. Arn­ars­son hjá KP­MG, Stefán Bergs­son hjá PWC sæta rann­sókn fyr­ir að hafa bor­ið ljúg­vitni fyr­ir dómi. Lyfja­blóm hyggst einnig kæra Þórð Má Jó­hann­es­son, fjár­festi.

Endurskoðendur grunaðir um ljúgvitni og stefnt að því að kæra Þórð Má
Þórður Már Jóhannesson var sýknaður í Landsrétti í dag. Hann hefur áður sætt rannsókn vegna kynferðisofbeldis sem fór hátt í samfélaginu en það mál var fellt niður að endingu.

Endurskoðendur tengdir KPMG og PWC eru með stöðu sakborninga hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um að hafa borið ljúgvitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sem varð til þess að mál gegn Þórði Má Jóhannessyni, fjárfesti féll honum í hag. Annar endurskoðandinn er jafnframt endurskoðandi Þórðar Más samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar.

Það er Lyfjablóm ehf. sem kærir málið og sendi tilkynningu þess eðlis á fjölmiðla fyrr í dag. Þar sagði ennfremur að Lyfjablóm mun senda frekari kærur til lögreglu á næstu dögum gegn Þórði Má Jóhannessyni, fyrrum forstjóra Gnúps hf., „vegna rökstudds gruns um ljúgvitni fyrir dómi sem og vegna rökstudds gruns“ að þvi er segir í tilkynningu um brot gegn 162. gr. almennra hegningarlaga sem hljóðar svo:

„Hver, sem rangfærir sönnunargögn eða kemur fram með röng sönnunargögn í því skyni að hafa áhrif á úrslit dómsmáls, skal sæta fangelsi allt að 2 árum“.

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stendur með því sem hjartað segir að sé rétt
5
Viðtal

Stend­ur með því sem hjart­að seg­ir að sé rétt

Ás­dís María Við­ars­dótt­ir hef­ur sleg­ið í gegn í þýsku­mæl­andi lönd­um. Með­al ann­ars átt lag í fyrsta sæti vin­sældal­ista út­varps­stöðva í Þýskalandi og ver­ið til­nefnd þar fyr­ir besta popp­lag árs­ins. Hér heima vakti hún um­ræðu í fyrra þeg­ar hún dró sig frá lagi sínu í Eurovisi­on vegna hern­að­ar­ins á Gaza. Ás­dís María ræð­ir allt þetta í við­tali – og meira til!

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár