Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Flokkur fólksins tekur stökk og Framsókn nær vopnum sínum aftur

Ný Maskínu­könn­un sýn­ir að Flokk­ur flokks­ins er stutt frá því að ná Mið­flokkn­um í fylgi. Turn­arn­ir tveir, Við­reisn og Sam­fylk­ing­in halda sínu fylgi.

Flokkur fólksins tekur stökk og Framsókn nær vopnum sínum aftur
Inga Sæland og flokkur fólksins taka öflugt stökk upp á við í könnun Maskínu Mynd: Golli

Framsókn nær vopnum sínum aftur í nýrri könnun Maskínu og Flokkur fólksins bætir umtalsvert við sig og fer upp í 10,8 prósent og er ekki marktækur munur á flokknum og Miðflokki. Framsókn fær 7,8 prósent en mældist síðast í 5,9 prósentum.

Samfylkingin og Viðreisn halda yfirburðastöðu sinni í könnunum Maskínu. Samfylkingin dalar lítillega á milli kosninga og er með 20,4 prósent en var í um 22 prósentum. Viðreisn fær 19,2 prósent en fór upp í um 20 prósent í síðustu Maskínukönnun. Sjálfstæðisflokkurinn stendur nánast í stað í fylgi og mælist með 14,5 prósent en var með 14,6 prósent.

Miðflokkurinn heldur áfram að síga og mælist nú með 11,6 prósent en var með 12,6 prósent í síðustu könnun Maskínu. Hann hefur sigið um þrjú prósentustig í nóvember.

Píratar og Sósíalistar eru í og við fimm prósentu markið. Píratar eru litlu hærri eða með 5,4 prósent en Sósíalistar með slétt fimm prósent. …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Loksins að maður fær að sjá niðurstöðu úr þessari könnun, yfileitt er þessu klesst á mann óbeðinn sí og æ, er það af því Flokkur fólksins er að vinna á ? á að þagga það niður "fram yfir kosningar"?
    -1
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Er einhver Verkalýðshreyfing hér. bara spyr?
    0
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    ef þetta yrði niðurstaðan myndu vinstri flokkar nánast þurrkast út af þingi. Maður spyr sig hverskonar samtök verkalýðshreyfingin er orðin.

    Þessa stöðu má þakka Steingrími Sigfússyni alveg sérstaklega
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár