Framsókn nær vopnum sínum aftur í nýrri könnun Maskínu og Flokkur fólksins bætir umtalsvert við sig og fer upp í 10,8 prósent og er ekki marktækur munur á flokknum og Miðflokki. Framsókn fær 7,8 prósent en mældist síðast í 5,9 prósentum.
Samfylkingin og Viðreisn halda yfirburðastöðu sinni í könnunum Maskínu. Samfylkingin dalar lítillega á milli kosninga og er með 20,4 prósent en var í um 22 prósentum. Viðreisn fær 19,2 prósent en fór upp í um 20 prósent í síðustu Maskínukönnun. Sjálfstæðisflokkurinn stendur nánast í stað í fylgi og mælist með 14,5 prósent en var með 14,6 prósent.
Miðflokkurinn heldur áfram að síga og mælist nú með 11,6 prósent en var með 12,6 prósent í síðustu könnun Maskínu. Hann hefur sigið um þrjú prósentustig í nóvember.
Píratar og Sósíalistar eru í og við fimm prósentu markið. Píratar eru litlu hærri eða með 5,4 prósent en Sósíalistar með slétt fimm prósent. …
Þessa stöðu má þakka Steingrími Sigfússyni alveg sérstaklega