Heimildin fór á stúfana í vikunni og spurðist fyrir um hvað fólk ætlar að kjósa í alþingiskosningum og af hverju. Eins og gefur að skilja voru viðmælendur misákveðnir, en flestir nefndu efnahags- og húsnæðismál sem mikilvægustu kosningamálin. Svo voru nokkrir sem vildu einfaldlega hvíla Sjálfstæðisflokkinn, sem hefur verið samfleytt við völd frá árinu 2013.
„Ég vil fá evruna inn“
„Ég hugsa að ég hendi atkvæðinu mínu á Viðreisn,“ segir Björn Þór Hannesson. Hann segir að að baki þeirri ákvörðun sé aðeins ein ástæða. „Ég vil fá evruna inn. Það er mitt mottó. Ég vil verða löggilt gamalmenni og fá útborgað í evrum.“
Spurður hvort fleiri kosningamál skipti hann máli segir Björn Þór að loka þurfi landamærunum og taka til. „Við erum að missa öll tök á þessum málum, meira og minna. Heilbrigðiskerfið hérna er bara í einhverju bulli. Fólk hangir á einhverjum stofugöngum með hjartakvilla. Þetta er bara bull.“ Björn …
Athugasemdir